Uppboð, hönnun, plötusnúðar o.fl til styrktar Rauða krossinum

11 desember, 2013 Fréttir

Góðgerðasamkoma verður haldin í Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a, á morgun, fimmtudaginn 12.12 2013 til styrktar Rauða krossinum. Alls kyns vörur verða til sölu á fata- og hönnunarmarkaði í húsinu, en ýmsar þekktar verslanir úr miðborginni verða þarna með bás. Hefjast herlegheitin með Lunch Beati kl. 12:00, house maraþon verður á efri hæðinni (þakíbúð) og munu allir helstu “dj´ar” landsins þeyta skífum þar til fram yfir miðnætti.  Þórey Viðarsdóttir un leiða jógadans um kl. 18:00 og í framhaldi af því mun hápunktur kvöldsins taka við en það er tskusýning og góðgerðaruppboð frá kl. 20-23. Boðnar verða upp tvennar áritaðar fótboltatreyjur, önnur er treyja Ronaldos og hin er árituð af öllum leikmönnum Readings frá þeim tíma sem Gylfi Sig spilaði með þeim.

Styrkjum gott málefni og höfum gaman af í anda jólanna.

krossplakat
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki