Vætutíð örvar kaupskap

Ýmsir hafa haft a orði að vætutíð undanfarinna vikna hljóti að hafa skaðað verslun og viðskipti í miðborginni. Raunveruleikinn er hins vegar sá að kaupskapur hefur víðast verið með besta móti og er það mál manna að sól og hiti virki fremur letjandi á kaupskap en súld og rigning geti hins vegar aukið líkur á að fólk komi sér undir þak og hefji viðskipti. Þess ber að geta að metfjöldi erlendra ferðamanna hefur verið í miðborginni undanfarnar vikur og hefur það haft jákvæð áhrif a allan rekstur.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.