Vatnsrenninbraut í Bankastræti á laugardag

Framundan er langur laugardagur, 2.júlí. Sumarútsölur eru að hefjast, EM í fullum gangi, fleiri ferðamenn á landinu en nokkru sinni fyrrr og lifandi tónlist hljómar á götum og torgum. Til að fullkoman stemninguna býður NOVA borgarbúum upp á skemmtilega tilbreytingu, sem er splunkuný vatnsrennibraut sem komið verður fyrir í Bankastræti frá hádegi á laugardag. Þar verður fólki á öllum aldri boðið að njóta skemmtunar og frussandi yndisauka langt fram eftir degi.
Daginn eftir verður síðan stórleikur Íslands og Frakka sýndur á risaskjám í miðborginni og sjaldan ef nokkru sinni hefur ríkt jafn mikil stemning og eindrægni með íslensku þjóðinni. Þökk sé frábærri frammistöði íslenska landsliðsins í knattspyrnu.Screen Shot 2016-06-29 at 15.05.40

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.