Engum dylst hversu hvimleitt veggjakrotið í miðborginni getur orðið, ef ekki næst að hreinsa það jafnóðum. Ein farsælasta vörn gegn veggjakroti fyrir utan að hreinsa það jafnóðum, er að skreyta veggi skapandi og óvenjulegri vegglist. Það er gildir nefnilega hið sama um muninn á veggjakroti og vegglist og um muninn á kroti og list: Hið fyrrnefnda er eyðilegging á umhverfinu – hið síðara göfgar það og gleður.
Meðfylgjandi vegglistaverki er nýbúið að koma fyrir á horni Ægisgötu og Vesturgötu. Verkið er skemmtilegt þó myndefnið sé e.t.v. ekki ýkja frýnilegt.