Vegglistahverfi í Reykjavík?

11 maí, 2017 Fréttir

Wynwood Walls er heiti á æði sérstöku hverfi í borginni Miami á Florida. Þar hefur ljótleika, gömlum, skítugum veggjum og niðurníddum húsum verið breytt í gullfallegt útilistagallerí, að nokkru sambærilegt því sem við áttum í Hjartagarðinum á Hljómalindarreit á sínum tíma. Þó vandfundnir séu í dag sambærilegir staðir fyrir útigallerí í miðborg Reykjavíkur, mætti einnig hugsa sér svæði í iðnaðarhverfi eða á einhverjum stað sem bíður framkvæmda og uppbyggingar. Allar hugmyndir vel þegnar á : [email protected] Við eigum vissulega falleg vegglistaverk víðsvegar um borgina, m.a. nokkur glæsileg verk sem kostuð hafa verið á liðnum misserum í samstarfi Iceland Airwaves og Reykjavíkurborgar. Meðfylgjandi myndir frá Wynwood Walls segja meira en nokkur orð. Screen Shot 2017-05-11 at 12.50.25Screen Shot 2017-05-11 at 12.50.54Screen Shot 2017-05-11 at 12.51.10Screen Shot 2017-05-11 at 12.51.45Screen Shot 2017-05-11 at 12.52.18Screen Shot 2017-05-11 at 12.52.38

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki