Vel heppnaðar uppákomur og Matarmarkaður á Lækjartorgi

Vel þótti til takast með Matarmarkaðinn á Lækjartorgi á Löngum laugardegi 6.júlí sl. og verður verkefninu haldið áfram alla laugardaga í júlí.

Mikill fjöldi Reykvíkinga og nærsveitarmanna sótti markaðinn sem þótti frumlegur, fjölbreytilegur  og skemmtilegur. Hljómsveitin White Signal skemmti gestum á Lækjartorgi en einnig á Hjartatorgi. Uppákomur og útistemning var einkennandi fyrir þennan fyrsta laugardag júlímánaðar og meðal þeirra sem komu fram á vegum Miðborgarinnar okkar voru Geir Ólafs, listamenn frá Sirkus Íslands, listdansarar og fyrrnefnda sveitin White Signal.

barnamenningarhatid
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík