Vel heppnuð Októberhátíð

photo (3)photophoto (2)Gríðarlegur fjöldi var á Októberhátíð miðborgarinnar í gær sem haldin var í fyrsta skipti. Fjölmargar verslanir og veitingahús voru með sértilboð og víða svignuðu hlaðborð undan gómsætum veitingum sem Sælkerabúðin á Bitruhálsi og MS lögðu til í formi gómsætrar kjötvöru og osta auk þess sem Vífilfell lagði til fjölmargar tegundir af ljúffengum bjór til að skola herlegheitunum niður með.

Ýmsir brugðu sér í viðeigandi leðurbuxur og víða var lagið tekið í þýsk-íslenskum uppskeruhátíðaranda.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.