Vel lukkuð Barnamenningarhátíð að baki

Screen Shot 2016-04-25 at 12.59.54

Barnamenningarhátíðinni sem haldin var í sjötta sinn í ár lauk í gær og þótti heppnast sérlega vel. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er höfð í hávegum og áhersla lög á menningu fyrir börn og með börnum. Viðburðir og sýningar fóru fram víðsvegar um Reykjavík en stærstur hluti þeirra var í rótgrónum menningarstofnunum miðborgarinnar. Úr fleiri tugum spennandi viðburða var að velja og var þátttaka í þeim allra jafna mjög góð. Einnig settu tímabundnar prófíl barnamyndir, sem fullorðnir settu upp á facebook síðum sínum undir millumerkinu #barnamenning sinn svip á netheimana þessa litríku daga sem hafa fest sig í sessi sem mikilvæg árleg upplifting fyrir börn og fullorðna.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.