Vel sótt matarhátíð í Hörpu um helgina

imgres-5

Um fimmtíu framleiðendur víðs vegar að af landinu tóku þátt í jólamatarmarkaði Búrsins sem haldinn var í Hörpu um helgina. Alls konar góðgæti var á boðstólnum svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það var í jólapakkann, hátíðarmatinn eða til að gera vel við sig á aðventunni. Slow food samtökin voru með bás, en laugardagurinn 10. desember er alþjóðlegur dagur móður jarðar. Ratleikur var fyrir börn í samstarfi við Frú Laugu og fjallaði hann um Bragðörkina (Ark of Taste), sem er skrá yfir allar tegundir afurða sem eru í útrýmingarhættu í heiminum, ýmist vegna hnattvæðingar eða iðnaðarvæðingar. Leikurinn var tengdur við söguna um Örkina hans Nóa og var líkan arkarinnar í bátslíki. Leikurinn fór þannig fram að börnin leituðu uppi þær afurðir Íslensku bragðarkarinnar sem í boði voru á markaðnum. Það voru börn af elstu deild leikskólans Aðalþings sem gerðu módelið af Bragðörkinni fyrir hátíðina en leikskólinn hefur verið virkur í umfjölluninni um íslenskar matarhefðir á undanförnum árum.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.