Velkomin til Noregs sýnd í Bíó Paradís

WelcomeToNorwayPoster-thumb-430xauto-58827

Norska kvikmyndin Velkomin til Noregs hefur verið tekin til sýninga í Bíó Paradís. Um er að ræða bráðfyndna og raunsama gamanmynd um málefni innflytjenda sem varða alla heimsbyggðina um þessar mundir. Myndin fjallar um Petter Primus, fjallahótelseiganda, sem er draumóramaður sem allt virðist fara í vaskinn hjá. Til að bjarga fjárhagi fjölskyldunnar fær hann þá hugmynd að breyta hótelinu í athvarf fyrir flóttamenn og hælisleitendur með stuðningi frá ríkinu, þrátt fyrir fordóma hans í garð útlendinga. Hans bíða flóknar áskoranir þegar fimmtíu manns mæta í subbulega aðstöðu á hótelinu þar sem einn ákafur afrískur maður, yfirmaður Útlendingastofnunar í Noregi, þunglynd eiginkona og unglingsdóttir þeirra, setja strik í reikninginn. Meðal hælisleitendanna er hinn ofurjákvæði Abedi frá Congo. Hann fer í fyrstu í taugarnar á Petter, en breytir svo lífi hans algjörlega og að lokum neyðist Petter til að velja milli þessa nýja vinar síns og peninganna. Myndin þykir með áhugaverðari grínmyndum sem fram hafa komið undanfarið, en hún hlaut áhorfendaverðlaunin á Gautaborgarkvikmyndahátíðinni árið 2016.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík