Barnamenningar hátíð

23.04.2024 - 28.04.2024

  • Reykjavík, Iceland

 

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 23. – 28. apríl. Á hátíðinni má sjá og upplifa þá fjölbreyttu og glæsilegu barnamenningu sem blómstrar í borginni.

Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar og sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum dagana sem hátíðin stendur yfir. Í ár er þema hátíðarinnar lýðræði,en íslenska lýðveldið á 80 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi.

Dagskrá Barnamenningarhátíðar hentar öllum aldurshópum og engum ætti að leiðast.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík