Fatamarkaður 66°Norður og Regn 

13.11.2024

  • Laugavegur 17, Reykjavík, Iceland
66°Norður og Regn munu standa fyrir fatamarkaði miðvikudaginn 13. nóvember í verslun 66°Norður á Laugavegi 17.
Á markaðnum verða elskaðar 66°Norður vörur til sölu, í stuttu máli gersemar á góðu verði 🧡 Allar eiga þessar vörur það sameiginlegt að standast tímans tönn og eiga jafn vel við í dag og þær gerðu áður. DJ Dóra Júlía mun halda stemningunni á lofti og Vífilfell sér til þess að enginn verði þyrstur🎉
Nóvember er oft tengdur við ofneyslu, en svartur föstudagur og stafrænn mánudagur eiga stóran þátt í því. Markmið samstarfs Regn og 66°Norður er að stemma stigu við neikvæðum umhverfisáhrifum og ofneyslu með því að vekja athygli á því að versla elskuð föt og mikilvægi þess að framleiða gæðavörur sem endast og geta þannig lifað í hringrásarhagkerfinu♻️
Öll kaup á fatamarkaðnum munu fara í gegnum Regn appið. Þú getur sótt appið í gegnum þennan hlekk: https://apps.apple.com/dk/app/regn/id1658308816
Við hlökkum til að sjá þig!
REGN & 66°NORÐUR
P.s. Ef þú lumar á elskaðri 66°Norður vöru sem vantar nýtt heimili, sendu okkur skilaboð á Instagram @regn_app. Varan gæti eignast nýtt heimili þann 13. nóvember og þú fengið auka krónur í vasann.

See less
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.