HönnunarMars 2024 í Miðborginni

24.04.2024 - 28.04.2024

  • Hafnartorg Gallery, Geirsgata, Reykjavík, Iceland

HönnunarMars er hátíð hönnunar og arktitektúrs þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.

Hundruðir viðburða, sýninga, fyrirlestra, uppákoma og innsetninga eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum og stofnunum en þátttakendur eru um 400 talsins á hverju ári auk þess sem þátttaka erlendra sýnenda, gesta og alþjóðlegra blaðamanna er vaxandi.

Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. – 28. apríl. Leikur að efnum, samspil náttúru við tækni, nýting annars flokks hráefna og nýjar skapandi lausnir fyrir samfélagið er meðal þess sem lítur dagsins ljós.

Sjá nánari upplýsingar um viðburði í Miðborginni hér: www.honnunarmidstod.is

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík