Pop up með Hugo Orozco Carillo!

30.10.2024 - 02.11.2024

  • Tres Locos, Reykjavík, Iceland
Við hrikalega spennt að fá aftur til okkar í eldhúsið mexíkóska matreiðslusnillinginn Hugu Orozco Carillo. Hann verður gestakokkur miðvikudaginn 30. október til laugardagsins 2. nóvember og er búin að setja saman gríðalega girnilegan 6 rétta seðil sem við erum mjög spennt að bjóða upp á.
Upplýsingar um seðilinn koma inn á síðuna okkar fljótlega.
Matarvegferð Hugo Orzoco hófst í verslun fjölskyldu hans í Guadalajara, Mexíkó, þar sem æska hans mótaðist að miklu leyti af upplifunum í kringum mat. Hugo er að mestu sjálflærður, og var hans fyrsta reynsla af veitingabransanum þegar hann þjónaði til borðs á Riviera Nayarit, en fljótlega fann hann sig í eldhúsi veitingastaðarins.
Hugo stofnaði síðar meir veitingastaðinn La Slowteria í Guadalajara, þar sem hann sótti innblástur í aldagamlar matarhefðir svæðisins og færði yfir í nútímalegri búning. Öll matseld á La Slowteria hefur sjálfbærni að leiðarljósi og að sækja hráefni í nærumhverfið.
Hugo ákvað svo að taka La Slowteria á ferðalag og opnaði staðinn fyrst í Tulum, og síðar meir í Carroll Gardens í Brooklyn, New York. Í Brooklyn fann hann sinn samastað og þróaði veitingastaðinn í átt að bragðlaukum borgarbúa sem lofuðu hvert einasta taco sem hann reiddi fram.
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.