Sumarfagnaður í GK Reykjavík

24.04.2024 kl.17:00 - 20:00

  • GK Reykjavík

Við byrjum Hönnunarmars með stæl og bjóðum upp á Gin&Tonic bar frá Fentimans ásamt búbblum, bjór, Töst og Héla.

Fyrstu 15 sem versla fyrir 20.000kr eða meira fá veglegan gjafapoka sem inniheldur vörur frá Töst, Mikado, WetBrush og RJC. Ásamt því mun DJ SNICE halda uppi stemningunni svo það verður svo sannarlega partý!

Hönnunarmerkið CAPTI verður til sýnis á meðan Hönnunarmars stendur yfir. Martin Halldórsson og Floki eru mennirnir á bakvið CAPTI. Ungir strákar úr Versló sem hafa báðir mikinn áhuga á hönnun og tísku og hafa verið að sauma og breyta flíkum í nokkur ár. Hönnunarmerkið gengur út á að kanna og reyna á sköpunargáfuna og finna leiðir til þess að segja spennandi sögu í gegnum fötin sem maður klæðist.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.