Sumarjazz VIII – Oscar Andreas Haug og tríó Benjamíns Gísla

13.07.2024 kl.15:00 - 17:00

Á áttundu tónleikum sumarjazztónleikaraðar Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugardaginn 13. júlí, kemur fram tríó píanóleikarnas Benjamíns Gísla Einarssonar ásamt norska trompetleikaranum Oscar Andreas Haug. Nico Moreaux leikur á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Benjamín og Oscar kynntust í tónlistarháskólanum í Þrándheimi haustið 2019. Síðan þá hafa þeir spilað saman í hinum ýmsu verkefnum og gefið út tvær plötur með hljómsveitinni Bliss Quintet sem hefur leikið um 40 tónleika víða um Noreg og Evrópu. Tónleikarnir fara fram utan dyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl 15 og standa til kl 17. Aðgangur er ókeypis.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík