Vintage og second-hand verslanir í miðborginni ✨👗♻️
Miðborg Reykjavíkur er sannkölluð paradís fyrir alla sem elska einstakan vintage og second-hand fatnað! Hér eru nokkrar verslanir sem bjóða upp á handvaldar flíkur, skemmtilega fylgihluti og tímalausa tísku.
👕 Spúútnik – Funky vintage lífsstílsverslun með fatnað, skó og fylgihluti á Laugavegi 28b
🧥 Wasteland – Handvalinn vintage fatnaður frá öllum áratugum í Ingólfsstræti 5.
👜 Buy My Chic – Verslun með vandaðar og sérvaldar notaðar merkjavörur: buymychic.is – Óðinsgötu 8b
💃 Gyllti Kötturinn – Litrík og falleg vintage verslun með einstakar flíkur í Austurstræti 8-10.
👠 Mamma Mia Vintage – Einstakur vintage og second-hand fatnaður, merkjavörur og aukahlutir í Bergstaðastræti 2.
🎭 B12 Space – Handvalinn vintage fatnaður og hönnunarvörur í Bankastræti 12.
Hvort sem þú ert að leita að fallegri flík með sögu eða einstökum fylgihlutum sem setja punktinn yfir i-ið, þá er miðborgin staðurinn til að finna þinn næsta fjársjóð! 🌿💚♻️