Yfir til þín – Spaugstofan 2016

Fyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar.
Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara.
Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Spaugstofan er grín-sjónvarpsþáttur sem hefur verið í gangi í Sjónvarpinu og síðan á Stöð 2 með hléum síðan 21. janúar 1989. Þátturinn er á dagskrá á laugardagskvöldum og gengur yfirleitt út á það að sýna atburði liðinnar viku í spaugilegu ljósi. Þetta samstarf hefur reynst í meira lagi vanabindandi – og enn hefur þeim ekki tekist að hætta, eða gefast upp.
Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá ekkert heilagt.

Spaugstofuna skipa í dag þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson.

Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! (Ef fjölskyldan er ekki alltof viðkvæm). Ekki missa af þessu!

Sýningin er 2 klukkutímar á lengd.

Dagsetningar: Frá 9. nóv. kl. 19:30 til 13. nóv. kl. 19:30

Staðsetning: Þjóðleikhúsið, Hverfisgata 19, 101 Reykjavík

Sími: 551-1200

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.