Ylströnd Ingólfs

Efnt var til þankatankar í Kvosinni nýverið um hvernig gera mætti Ingólfstorg sem mest aðlaðandi fyrir gesti og gangandi. Sú hugmynd sem sammælst var um kemur ýmsum á óvart en í hugmyndinni felst m.a. að mynda e.k. ylströnd á Ingólfstorgi með tilheyrandi ljósum sandi, grasi,gróðri, upplásinni sundlaug, sólbekkjum og tilheyrandi. Hugmyndin er litrík og framkallar bros hjá flestum. Stefnt er að því að ylströndin verði að veruleika í júníbyrjun og er unnið að samkomulagi við borgaryfirvöld um útfærslu og kostnað.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.