Yrki marki miðbakka

Afráðið er að arkítektastofan Yrki við Hverfisgötu 76 verði borgaryfirvöldum og Faxaflóahöfnum til atfylgis við að marka framtíðarskipan miðbakka Reykjavíkurhafnar.
2009 var undirritað samkomulag um fjárfestingu í aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip rétt austan við Hörpu en frá því var horfið og á undanförnum misserum hafa hartnær 2 milljarðar runnið til dýpkunar og betrumbóta á aðstöðu fyrir risastór skemmtiferðaskip við Skarfabakka.
Hin smærri munu eftir sem áður leggja við miðbakkann – mitt á milli Hörpu og Slippsins og huga þarf þar að aðstöðu fyrir farþega, farangur, flutningabíla og sitthvað fleira.

Yrki hefur unnið til fjölmargra verðlauna og Screen Shot 2016-09-20 at 18.59.11skartar ýmsum fyrirtaks arkítektum, þeirra á meðal Sólveigu Berg og Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og meðal nýlegra verkefna stofunnar mætti nefna sjúkrahótel Landsspítalans og aðstöðubyggingu á Borgarfirði eystra. Yrki munn senn flytja starfsemi sína að Granda.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.