Yrki marki miðbakka
20 september, 2016 FréttirAfráðið er að arkítektastofan Yrki við Hverfisgötu 76 verði borgaryfirvöldum og Faxaflóahöfnum til atfylgis við að marka framtíðarskipan miðbakka Reykjavíkurhafnar.
2009 var undirritað samkomulag um fjárfestingu í aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip rétt austan við Hörpu en frá því var horfið og á undanförnum misserum hafa hartnær 2 milljarðar runnið til dýpkunar og betrumbóta á aðstöðu fyrir risastór skemmtiferðaskip við Skarfabakka.
Hin smærri munu eftir sem áður leggja við miðbakkann – mitt á milli Hörpu og Slippsins og huga þarf þar að aðstöðu fyrir farþega, farangur, flutningabíla og sitthvað fleira.
Yrki hefur unnið til fjölmargra verðlauna og skartar ýmsum fyrirtaks arkítektum, þeirra á meðal Sólveigu Berg og Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og meðal nýlegra verkefna stofunnar mætti nefna sjúkrahótel Landsspítalans og aðstöðubyggingu á Borgarfirði eystra. Yrki munn senn flytja starfsemi sína að Granda.