5 hugmyndir að skemmtilegum janúardegi í miðborg Reykjavíkur! 🌟

Nýtt ár ný upplifun! Hér eru nokkrar tillögur af skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera í miðborginni.

📍 1. Fljúgðu hærra!

✨ Kíktu í Fly Over Iceland og upplifðu stórbrotið flug yfir fallegustu náttúruperlur Íslands. Fullkomið fyrir fjölskyldur eða vini til að hefja daginn með krafti.

🛍️ 2. Verslunarrölt á Hafnartorgi

Á Hafnartorgi er að finna frábært úrval af verslunum. Þar er að finna t.d. 

GK Reykjavík fyrir vandaðan tísku fatnað með einstökum stíl.
Mikado fyrir fallegar gjafavörur og fylgihluti.
Levi’s fyrir klassískan gallafatnað.

☕ Endaðu röltið með kaffibolla á Te og Kaffi til að safna orku fyrir næsta skref!

🏌️‍♂️ 3. Æfðu sveifluna í miðborginni.

⛳ Losaðu þig við kuldann og æfðu sveifluna þína í háþróuðum golfhermum í Golfhöllinni. Frábær leið til að skemmta sér og bæta tækni með vinum eða fjölskyldu.

🍴 4. Kvöldmatur á Fiskmarkaðnum

🐟 Njóttu úrvalsrétta á Fiskmarkaðnum, þar sem ferskleiki og bragðupplifun fara saman í fallegu umhverfi.

🍸 5. Kokteilar á Tipsy

💃 Endaðu daginn með glæsibrag á Tipsy, þar sem þú færð spennandi kokteila í notalegu umhverfi til að slaka á og njóta. 

🎉 Þín miðborg – þín upplifun.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.