Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin 3. – 7. Apríl! Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu hátíð í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari í Miðborginni.
Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Weekend kokteila seðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðsverði. Staðirnir munu bjóða upp á fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.
Hér má sjá lista af þeim stöðum sem taka þátt í hátíðinni.