Gallerí Grjót fagnar 30 árum

Stofnendur hins sögufræga Gallerí Grjóts komu saman síðdegis í dag, laugardaginn 23.nóvember,  í Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 ásamt fjölda vina og vellunnara gallerísins í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun þess.

Galleríið var  starfrækt frá 1983 – 1989 að Skólavörðustíg 4a þar sem verslunin Huld er í dag. Það voru Hjördís Gissurardóttir og Ófeigur Björnsson sem voru helstu frumkvöðlar að stofnun gallerísins, en aðrir rekstraraðilar og sýnendur voru úr fremstu röð íslenskra mynlistarmanna; Magnús Tómasson, Örn Þorsteinsson, Jónína Guðnadóttir , Malín Örlygsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Gestur og Rúna, Steinunn Þórarinsdóttir, Sigurður Þórir, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Sverrir Ólafsson og Þorbjörg Höskuldsdóttir.

Meðfylgjandi myndir sýna þrjá af stofnendum, þá Örn Þorsteinsson, Ófeig Björnsson og Páll Guðmundsson á Húsafelli, en sá síðastnefndi birtist hér einnig við hlið tveggja steinmynda sinna og loks getur að líta tvo af steindum hjarðmönnum Steinunnar Þórarinsdóttur.Örn, Ófeigur og PállPhoto-183Photo-186

 

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.