Month: ágúst 2014

Gleðiganga Hinsegin daga

Gleðiganga Hinsegin daga og hátíðahöld henni tengd fara fram í dag, laugardaginn 9. ágúst. Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi nálægt BSÍ  kl. 14 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá við Arnarhól sem stendur til kl. 17:30. Í tengslum við hátíðina er búist við miklum fólksfjölda í miðborginni og óhjákvæmilega verða þar raskanir á bílaumferð. Athygli er… Read more »

Miðborgin okkar jazzar og rokkar

                    Viðburðarík Verslunarmannahelgi er að baki og við tók Gleðiganga Hinsegin daga sem sló öll fyrri aðsóknarmet. Jazzhátíð Reykjavíkur var sett í dag fimmtudag 14.ágúst og stendur fram í næstu viku. Pedrito Martinez Group, Annes og fleiri spennandi sveitir koma fram. Beikonhátíð hefst á laugardag á… Read more »

Menningarnótt er stærsta hátíð ársins

Tugþúsundir Reykvíkinga leggja leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag, laugardaginn 23. ágúst , að njóta á sjötta hundraðmenningar- og listviðburða frá morgni til kvölds. Dagurinn hófst með Íslandsbankamaraþoni í Lækjargötu og er það rann sitt skeið var stutt í Latabæjarhlaup yngstu kynslóðar í Hljómskálagarði. Risasvið á Arnarhóli og í Hljómskálagarði skarta mörgum af stærstu… Read more »

Best heppnaða Menningarnótt allra tíma

Menningarnótt nýliðinnar helgar er sú best heppnaða og fjölmennasta frá upphafi að sögn þeirra sem best þekkja til. Á sjötta hundrað atriða voru á dagskrá víðs vegar um borgina og náði dagskráin hámarki á stórtónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og á stórtónleikum Rásar 2 á Ingólfstorgi. Að þeim tónlistarflutningi afloknum brast á með einstaklega glæsilegri flugeldasýningu… Read more »