Month: maí 2015

Rekstraraðilar Gömlu hafnar og Granda þétta raðirnar

Miðvikudaginn 29.apríl var í höfuðstöðvum Íslenska sjávarklasans haldinn fjölmennur stofnfundur nýrrar deildar rekstraraðila í miðborginni, Deildar 8.  Það voru rekstraraðilar Gömlu hafnar og Granda sem fjölmenntu ásamt yfirmönnum Faxaflóahafna, Miðborgarinnar okkar o.fl. , þeirra erinda að þétta raðirnar með það að höfuðmarkmiði að efla svæðið, merkja það, kynna og gera að sjálfsögðum viðkomustað þeirra sem… Read more »

Magnús G. Friðgeirsson formaður Miðborgarinnar okkar kvaddur með virktum og ný forysta tekin við

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar var haldinn að Hannesarholti fimmtudaginn 30.apríl.  Fundarstjóri var Gunnar Eydal og fundarritari Halla Bogadóttir. Stjórnarformaðurinn Magnús Gunnlaugur Friðgeirsson flutti sína síðustu ársskýrslu á fundinum, þakkaði að því loknu fyrir sig og kvaddi. Hann hefur selt rekstur sinn í miðborginni og snúið sér að öðrum verkefnum. Var honum þökkuð farsæl forysta allt frá… Read more »

Miðborgarvaka og Listahátíðarsetning miðvikudaginn 13.maí

Miðvikudaginn 13.maí verður mikið um að vera í miðborginni. Listahátíð í Reykjavík verður sett í Safnahúsinu síðdegis og kl. 17:30 verður boðið upp á listrænt áhættuatriði utan á gömlu Moggahöllinni við Ingólfstorg er sérþjálfaðir dansarar stíga dans utan á húsinu háa. Í beinu framhaldi hefst síðan glimarandi Miðborgarvaka þar sem verslanir verða opnar til kl…. Read more »

Borgarstjóri opnar Sumargötur í barnafans

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði kl. 11:00 í dag hinar árlegu Sumargötur á mótum Skólavörðustígs og Bergstaðastræti og fékk til liðs við sig góðan og glaðan hóp barna af Grænuborg. Þá voru slagverksmenn af ýmsu þjóðerni mættir til að miðla hrynþokka sínum og gleði af þessu tilefni. Sýning á listaverkum barnanna úr Grænuborg var einnig… Read more »