Í sumar verður unnið að miklum endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttar endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Reykjavíkurborg boðar til kynningarfundar um framkvæmdirnar í Tjarnarbíói miðvikudaginn 15. maí kl. 17.15. Göturnar verða opnar fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. Fyrst verður unnið í akbrautinni og á meðan er fært um… Read more »
Month: maí 2013
Ylströnd Ingólfs aftur í sumar
Fyrirhugað er að tyrfa hluta Ingólfstorgs í sumar og koma þar fyrir sólbekkjum og risaskjá líkt og á síðasta sumri, en það þótti gefast með eindæmum vel. Mannlífið var þar í blóma allt sumarið og virtust bæði innlendir og erlendir gestir kunna einstaklega vel við sig á torgi landnámsmannsins í þeim sumarbúningi sem það var… Read more »
Langi laugardagurinn 1.júní er hafsækinn hjóladagur
Tweed Ride Reykjavík fer fram í annað sinn á næsta Langa laugardaginn 1. júní nk. en tilgangurinn er að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur – í fötum í anda 5. og 6. áratugar síðustu aldar. Dagskráin hefst kl. 14 en þá er mæting hjá Hallgrímskirkju. Eftir hópmyndatöku verður hjólað… Read more »
Veldu lit á hjólahliðin
Dagurinn er í dag: Sumargötur eru litríkari en aðrar götur. Í anda sumars og samráðs gefst íbúum borgarinnar tækifæri á að velja lit á tvö ný hjólahlið sem verður komið upp á Laugavegi við Bergstaðastræti og Klapparstíg. Í boði eru fjórir sumarlitir og verða nýju hjólahliðin sprautuð í þeim litum sem hljóta flest atkvæði. Kosningin… Read more »
Sumar götur verða sumargötur frá kl. 12:00 á hádegi alla daga
N.k. laugardag, 1.júní kl. 12:00 verður verkefninu Sumar götur eru sumargötur hleypt af stokkum á Laugavegi og Skólavörðustíg og stendur það til 5.ágúst. Skólavörðustígur verður þá lokaður bílaumferð neðan Bergstaðastrætis og Laugavegurinn vestan Vatnsstígs. Mikilvægt er að fólk greini á milli Vitastígs sem liggur næst Barónsstíg austarlega á Laugavegi og svo Vatnsstígs sem er gegnt… Read more »
Recent Comments