Month: nóvember 2016

Lofthræddi Örnin Örvar

Hann Örvar er örn sem er svo skelfilega óheppinn að vera lofthræddur. Samt þráir hann heitt að fljúga um loftin blá og með hjálp músarrindilsins vinar síns tekst honum að lokum að yfirvinna ótta sinn. Einleikurinn Lofthræddi örninn hann Örvar naut mikilla vinsælda þegar Þjóðleikhúsið sýndi hann fyrir tveimur áratugum í leikstjórn Peters Engkvists. Leikari… Read more »

Iceland Airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjaði með þó nokkrum off-venue tónlistaratriðum á mánudaginn 31. október meðal annars á Dillon, KEX Hostel og á fleiri stöðum. Frítt er inn á öll off-venue atriði. Aðal dagskráin, sem borga þarf fyrir byrjar hins vegar í dag, miðvikudaginn 2. nóvember. Iceland Airwaves er tónlistarhátíð sem að jafnaði er haldin í Reykjavík… Read more »

Rennum á hljóðið í dag!

Airwaves hátíðin heldur áfram í miðborginni og á Löngum laugardegi eru fleiri tónlistaratriði í boði en nokkru sinni fyrr. Meðal áhugaverðra atriða í dag er tónleikadagskrá Center Hotel á Arnarhvoli þar sem Möller útgáfan býður til veislu með Orang Volante b2b Daveeth kl. 13:00, Wesen kl. 15:00 og Josin kl. 16:00. Verslanir eru opnar til… Read more »

Ekki missa af FUBAR

Dansleikhússýningin FUBAR eftir Siggu Soffíu er sýnd í Gamla bíó um þessar mundir, en hún byggir á upplifun höfundarins af hryðjuverkunum í París. Sögur úr samtímanum, dans, söngur og lifandi hljóðfæraleikur blandast í spennandi kokteil en verkið er samvinnuverkefni Siggu Soffíu með Jónasi Sen, tónskáldi og hljóðfæraleikara og Helga Má, myndlistarmanni. Búningar eru úr smiðju… Read more »

Urban Nation vísar á “Veggjavísur”

Þýski veggjalistahópurinn Urban Nation á heiðurinn af fjölmörgum af fegurstu vegglistaverkum miðborgarinnar. Hópurinn er staddur hérlendis um þessar mundir og hefur spyrt saman 10 myndlistarmenn og 10 tónlistarmenn til að fremja ný verk undir yfirskriftinni Wall Poetry sem þýða mætti á íslensku sem Veggjavísur. Spennandi verður að berja augum og birta hinar nýju Veggjavísur en… Read more »

Erró: Stríð og Friður

Listasafn Reykjavíkur býður nú upp á listasýningu eftir Erró, en hún kallast Stríð og friður. Sýningarstjóri er Daniella Kvaran. Sýningin mun standa á fjórum fótum allt til 22. jan. 2017. Það er ekki til neinn draumastaður í list Errós þar sem lífið er ljúft og rólegt, laust við hávaða og átök stríðsins. Eitt af fyrstu… Read more »

Skjól – Halla Birgisdóttir

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar Höllu Birgisdóttir, Skjól, laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00. Sýningin stendur til 27. nóvember, en opið er í Harbinger fimmtudag til sunnudags frá kl. 14:00 – 17:00 og einnig eftir samkomulagi. Skjól getur verið af tvennum toga, annars vegar skjól sem griðastaður og hins vegar skjól sem felustaður…. Read more »

Ævisaga einhvers

Ævisaga einhvers Einhver verður að segja sögu þeirra sem eru jú bara venjulegir… Sögur almennra Íslendinga, sagðar af leikhópnum Kriðpleiri. Íslendingar eru sagnaþjóð og hafa í gegnum tíðina haft óseðjandi áhuga á ævisögum, endurminningum og frásögnum af kostulegu lífshlaupi sveitunga sinna og samlanda. Í sýningunni Ævisaga einhvers fjallar leikhópurinn Kriðpleir um íslenska ævisagnahefð og freistar… Read more »

Richard Mosse: Hólmlendan

Hólmlendan er fjörutíu mínútna myndbandsverk sýnt á sex risaskjám auk ljósmynda. Myndirnar eru teknar í austurhluta Kongó. Upptökurnar eru magnþrungnar og óraunverulegar, í bleikum tónum, og sýna stríðshörmungarnar í landinu. Að auki er til sýnis úrval stórra ljósmynda úr myndböndunum. Grunnurinn að verki Mosse er hugmyndin um að ofgnótt ímynda frá stríðshrjáðum svæðum hafi gert… Read more »

Yfir til þín – Spaugstofan 2016

Fyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Spaugstofan er grín-sjónvarpsþáttur sem hefur verið í gangi í Sjónvarpinu og síðan á Stöð 2… Read more »