Month: maí 2014

Eggjandi miðborgarjazz á Löngum laugardegi

Laugardagurinn 3. maí er Langur laugardagur og mikið um að vera í henni Reykjavík. Meðal þess sem í boði er má nefna tónleika tríó Tómasar Jónssonar sem magnar seið á Skólatorgi við Skólavörðustíg 2, Laugatorgi við laugaveg 59 og Barónstorgi við Laugaveg 77  frá kl. 13:30 – 15:30.  Tríóið flytur eggjandi miðborgarjazz við alþýðuskap. Fermingar,… Read more »

Hverfisgata í brennidepli á Menningarnótt

Stjórn Menningarnætur hefur afráðið að leggja sérstaka áherslu á viðburði tengda Hverfisgötu á Menningarnótt 23. ágúst n.k. og hefur þriðjungi svonefnds Menningarpotts Landsbanka verið ráðstafað til slíkra verkefna. Hverfisgata var sem kunnugt er formlega opnuð 1.mars sl. eftir margra mánaða þungbæra lokun vegna framkvæmda sem reyndar skiluðu götunni fegurri en nokkru sinni fyrr. Hægt er… Read more »

Miðborgarvaka á fimmtudag 22.maí!

Það er vor í lofti og líf í tuskum. N.k. fimmtudag, 22.maí verður haldin vegleg Miðborgarvaka í miðborg Reykjavíkur. Verslanir verða opnar til kl. 22:00 og fjölmargt skemmtilegt verður í boði: léttar veitingar hjá mörgum, lifandi tónlist hjá öðrum auk sértilboða og skemmtilegheita af ýmsum toga eins og vera ber á þessum iðandi árstíma. Brúðkaup,… Read more »

Fjölmenni á miðborgarvöku

Miðborgarvakan tókst með eindæmum vel og var fjölmenni á götum langt fram eftir kvöldi. Listahátíð í Reykjavík hófst með tónverki Högna Egilssonar kl. 17:30 sem sló í gegn. Veðurblíðan var einstök og andinn sem sveif yfir tjarnarvötnum bjartur og jákvæður. Sumarið fer vel af stað.

Fiskisúpa í miðborginni á Hátíð hafsins

Laugardaginn 31.maí verður gengið til kosninga í Reykjavík en þá er einmitt haldin hátíðleg Hátíð hafsins sem eitt sinn hét Sjómannadagurinn. Nokkrir framsæknir rekstraraðilar í miðborginni hyggjast af þessu tilefni bjóða upp á gómsæta fiskisúpu upp úr hádegi og fram eftir degi. Meðal þeirra sem munu bretta upp ermar á efsta hluta Laugavegar eru eigendur… Read more »