Month: mars 2014

Boðið upp á þátttöku í mótun framtíðar Laugavegarins

Meðal þess sem í boði er á Hönnunarmars föstudaginn 28.mars og laugardaginn 29.mars er sá kostur fyrir rekstraraðila, íbúa og alla sem unna Laugaveginum , að kíkja við að Laugavegi 18 í húsnæði Around Iceland og leggja fram hugmyndir og ábendingar varðandi framtíð götunnar. Á næstu árum er óhjákvæmilegt að ráðist verði í endurbætur á… Read more »

Calvin Klein vekur lukku í Reykjavík

Hönnunarmars hófst í gær, fimmtudaginn 27.mars með viðhöfn og frábæru málþingi í Hörpu þar sem hinn heimsþekkti hönnuður Calvin Klein var meðal frummælenda. Góður rómur ver gerður að framlagi hönnuðarins og er það sannkallaður calv-reki að fá þennan snilling til þátttöku í Hönnunarmarsinum.

Fjör á Hverfisgötufagnaði

        Margt var um manninn við opnun Hverfisgötunnar í gær á Löngum laugardegi, 1.mars. Gatan hefur verið illaðgengileg mánuðum saman á meðan framkvæmdir hafa átt sér stað; öllu lagnakerfi skipt út og endurhönnuð umgjörð götunnar , m.a. með tilkomu hjólastíga. FRamkvæmt var á kaflanum frá Vitastíg að Klapparstíg en verklok drógust um… Read more »

Kúltúr og kaupin góð

Íslendingar eiga heimsmet í tónleikasókn, bíósókn, bókalestri og fjölmörgu öðru…miðað við höfðatölu. Sama gildir um neyslu og kaupgleði á ýmsum sviðum. Miðborg Reykjavíkur er vettvangur mikils fjölda menningarviðburða á sérhverjum degi. Þar er einnig að finna yfir 300 verslanir, veitingahús, kaffihús og skemmtistaði, að ekki sé minnst á galleríin, söfnin, sundlaugarnar og annað það sem… Read more »

Íslensk kaffihús í sérflokki

Engum sem dvalið hefur meðal annarra þjóða blandast hugur um ágæti okkar íslensku kaffihúsa. Miðborgin skartar miklum fjölda frábærra kaffihúsa sem hafa á boðstólum sérvaldar baunir, nýbrenndar og malaðar, fyrirtaks meðlæti og þá eru íslenskir kaffiþjónar meistarar í framreiðslu skreytts eðalkaffis og meðlætis. Kaffitár, Te og kaffi, Kaffistofa Íslands, Mokka, Stofan, Café Mezzo á efri… Read more »

Óðum styttist í Tískuvöku

Framundan er hinn árlegi Hönnunarmars, nú viðameiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Hann hefst fimmtudaginn 27.mars. Jafnframt verður Reykjavik Fashion Festival sett sama dag og nær pápunkti með veglegum tískusýningum laugardaginn 29.mars í Hörpu. Fimmtudagskvöldið 27.mars verður hina árlega Tískuvaka í miðborginni og opið í verslunum til 22:00 um kvöldið. Verslanir miðborgarinnar ætla að… Read more »

Leiðbeinandi opnunartímar um páska

Um páska 2014 eru verslanir almennt lokaðar á Skírdag 17.apríl og Föstudaginn langa 18.apríl. Opið er skv. venju laugardag 19.apríl kl. 11:00 – 16:00 en lokað annan í páskum, 21.arpíl. Hefðbundinn opnunartími tekur síðan við frá og með þriðjudeginum 22.apríl. Þeim verslunum fer hins vegar stöðugt fjölgandi  í miðborginni  sem kjósa að hafa opið alla… Read more »

Setur skapandi greina opnar við Hlemm

        Setur skapandi greina var formlega opnað sl. fimmtudag 20.mars að viðstöddu fjölmenni.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands átti frumkvæði að opnuninni í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila en í dag hýsir setrið m.a. Útón – Útflutningsskrifstofu tónlistarinnar, Iceland Airwaves, Tónverkamiðstöð og aðra tónlistartengda aðila og von er á fleirum. Setrinu var fundinn staður… Read more »

Efsti hluti Laugavegar eflist

  Senn líður að opnun nýrrar tískuvöruverslunar að Laugavegi 77 í austari hluta, en Penninn Eymundsson mun jafnframt opna nýja verslun og kaffihús í vestari hlutanum. Einnig er ráðgert að Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða flytjist að Laugavegi 77 þann 14.apríl n.k. . Þá munu a.m.k. tveir aðilar keppast um leigusamning stærsta verslunarrýmis miðborgarinnar, að Laugavegi… Read more »