Month: desember 2015

Litlu jólin við Gömlu höfn og Granda laugardaginn 5.desember

Rekstraraðilar við Gömlu höfnina og á Grandanum bjóða upp á jólalegt og notalegt andrúmsloft laugardaginn 5. desember með lengdri opnun verslana og þjónustu til kl. 21:00. Hægt verður að gera góð kaup fyrir jólin og njóta um leið léttra veitinga og tónlistar. Mikið úrval verður í boði af góðum afsláttum og hátíðlegri stemningu við sjóinn… Read more »

Bíó Paradís er sannkölluð paradís

Bíó Paradís við Hverfisgötu hóf sýningar árið 2010 í húsnæði sem var byggt árið 1977 og var þá fyrsta kvikmyndahús landsins með fleiri en einum sýningarsal. Bíó Paradís er eina listræna kvikmyndamenningarhús landsins sem er rekið undir hliðstæðum formerkjum og “Art House Cinema” sem finna má í borgum víða um heim. Bíó Paradís var lengst… Read more »

Reykjavík var eina borg Evrópu sem naut hvítra jóla

Þótt ótrúlegt megi virðast var Reykjavík eina borgin í gjörvallri Evrópu sem skartaði hvíta hátíðarlitnum um jólahátíðirnar. Veðurfar einkenndist víða af rigningum og sudda eða hitastigi sem leiddi til rauðra jóla. Mikill og fagur jólasnjór hefur einkennt alla aðventuna í Reykjavík.

Dívurnar þrjár á svölum Caruzo kl. 21:00 í kvöld!

Dívurnar Þóra Einarsdóttir, Dísella Lárusdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir koma fram kl. 21:00 á svölum Caruzo við Austurstræti í kvöld, Þorláksmessukvöld 23.desember. Í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna var afráðið að þrjár dvívur skyldu koma fram á vegum borgarinnar í stað tenóranna þriggja sem undanfarin ár hafa verið fastur liður í miðborginni á Þorláksmessu…. Read more »

Það gætir margra grasa á Jólamarkaðnum Fógetatorgi

Hinn árlegi Jólamarkaður Reykjavíkurborgar verður að þessu sinni í Fógetagarðinum, steinsnar frá bæði skautasvellinu á Ingólfstorgi og Oslóartrénu á Austurvelli. Markaðurinn er í stóru upphituðu tjaldi þar sem yfir 20 söluaðilar munu m.a. selja ýmiskonar góðgæti, skartgripi, fatnað og ýmislegt annað sem tilvalið er að lauma í jólapakka eða njóta sjálf/ur. Heimsleikafarar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins verða… Read more »

Jólamarkaður í Listasafni

POPUP VERZLUN heldur nú sinn árlega JÓLAMARKAÐ í Portinu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu, laugardaginn 5. desember á milli 11:00 og 17:00. Hönnuðir, listamenn og tónlistarfólk koma nú saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum og myndlist af ýmsum toga verður til sölu fyrir jólapakkann í ár. Kaffihúsastemning verður sett upp í… Read more »

Jólamarkaður í Húsi sjávarklasans

Föstudaginn 4. desember næstkomandi kl. 12-18 verður sannkölluð jólastemning í Húsi sjávarklasans og haldinn verður jólamarkaður með ýmsum nýjum og spennandi vörum úr sjávarútvegi þar sem hægt verður að versla beint við framleiðendur og hönnuði. Á markaðnum verða t.d. Íslenski sjávarklasinn með gjafapokana sína með nýjungum úr sjávarvegi, Dagný Land Design verður með húsgögn úr… Read more »

Ingólfssvell orðið að veruleika

Risið hefur skautasvell á Ingólfstorgi, sem ber heitið Ingólfssvell sem starfrækt verður í desember fram að kvöldi Þorláksmessu. Þetta frábæra framtak er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Nova og Samsung. Í kringum skautasvellið mun einnig rísa jólaþorp með úrvali veitinga, drykkja og útivistarfatnaðar. Hollenskt fyrirtæki sem einnig kom að byggingu svellsins er leiðandi á sviði uppsetningu skautasvella og… Read more »

Varað við því að vera á ferli síðdegis

Almannavarnir vara við því að fólk sé á ferli með börn sín eftir kl. 16:00 í dag, mánudaginn 7.desember. Rekstraraðilar í miðborginni eru beðnir að fjarlægja laus skilti hið snarasta og viðburðahaldi er víðast hvar slegið á frest.