Í dag, laugardaginn 2.desember, er Langur laugardagur í miðborginni, verslanir eru opnar lengur en ella og líf og fjör á hverju horni. Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opið allan desembermánuð og úrvalið í verslunum miðborgarinnar hefur aldrei verið meira. Fjöldi viðburða, tónleika og skemmtiefnis af ýmsum toga er annálaður á þessum árstíma og það er… Read more »
Month: desember 2017
Rokk og rómantík á Laugavegi
Ný og glæsileg tískuverslun fyrir dömur opnaði á Laugavegi 62 fyrir skemmstu. Verslunin heitir Rokk og rómantík og er í eigu Önnu Kristínar Magnúsdóttur sem jafnframt er eigandi verslunarinnar Kjólar og konfekt á Laugavegi 92. Rokk og rómantík blandar skemmtilega saman eggjandi tísku, snyrtivörum og undirfatnaði, gotneskum stílbrögðum, rokki, tísku og húmor. Sumpart sambærileg við… Read more »
Jólatorgið opnar í Hjartagarðinum og verslanir opnar til 22:00
Í dag, fimmtudaginn 14.desember kl. 16:00, mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opna Jólatorgið í Hjartagarðinum, aftan við Laugaveg 17 – 19. Kórarnir Graduale Futuri og Graduale Nobili munu syngja við athöfnina, söngkonan Elín Ey koma fram ásamt Giljagaur og fleiri skemmtikröftum. Dagurinn markar jafnframt lengdan opnunartíma verslana sem verða opnar til kl. 22:00 öll kvöld… Read more »
Tenórarnir þrír á Hjartatorgi og Ingólfstorgi á Þorláksmessu
Eftir nokkurt hlé snúa Tenórarnir þrír aftur í miðborgina á Þorláksmessu og bjóða upp á glæsilega hátíðardagskrá á stuttum og kraftmiklum tónleikum á Jólatorginu Hjartagrði kl. 18:00 og síðan með lengri dagskrá á Ingólfstorgi kl. 20:00. Jónas Þórir leikur undir hjá stórsöngvurunum sem eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Elmar Gilbertsson og hinn sérstaki heiðursgestur Kristján Jóhannsson. … Read more »
Recent Comments