Month: júní 2014

Langur laugardagur 7.júní

Óvenju margir viðburðir einkenna Langan laugardag 7.júní. Opnanir verslana og veitingahúss á Laugavegi 77 inniber fjölmarga viðburði og sértilboð, útimarkaður á Bernhöftstorfu opnar með hljóðfæraslætti og söng og á Ingólftsorgi verða margir viðburðir frá hádegi til kvölds. Verslanir eru opnar lengur en ella, a.m.k. til kl. 17:00 þennan dag og bjóða margar þeirra upp á… Read more »

Sunna vermir Hvítasunnu

Annar dásemdardagur hafinn á Hvítasunnu. Mikil stemning ríkti í miðborginni í gær, laugardag, þegar White Signal og Sirkus Íslands hleyptu, ásamt völdu markaðsfólki, af stokkum nýja útimarkaðssvæðinu við Bernhöftstorfu. Vatnsboltar á Lækjartorgi og stóropnun á Laugavegi 77 áttu einnig sinn þátt í að laða mikinn fjölda að miðborginni.

Dagskrá 17.júní 2014

17. júní 2014 í Reykjavík   Kl. 09:55  Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík Kl.10:15  Guðsþjónusta í Dómkirkjunni   Sr. Valgeir Ástráðsson predikar, biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur þjóna fyrir altariDómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Einsöngvari er Vígþór Sjafnar Zóphaníasson Kl. 11:10  Athöfn á Austurvelli Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins Karlakórinn… Read more »

Sólríkur sunnudagur á sólstöðum

Miðborgin iðar af lífi á sólríkum sólstöðusunnudegi. Lengstur dagur að baki á miðju almanaksári. Mannlíf í blóma og fjöldi fólks nýtur sumarblíðunnar á götum og torgum miðborgar Reykjavíkur.