Month: janúar 2014

Það á að gefa FUGLUM brauð að bíta í…..

Nú hátíðin er gengin yfir og hefur margur lagt leið sína í miðborgina á þeim háannatíma sem jólin eru. Bærinn hefur  iðað af lífi í desember og margt verið um að vera; skemmtilegar uppákomur, söngur og gleði. Nú siglum við ljúflega inn í nýtt ár og mörg höfum við gert okkur ný plön, strengt áramótaheit… Read more »

Útsölur víða hafnar

Útsölur eru nú hafnar í fjölmörgum verslunum miðborgarinnar. Gera má prýðiskaup á fjölbreytilegustu vörutegundum sem verslanirnar bjóða uppá. Laugavegur var nýverið á erlendri vefsíðu settur í hóp 10 bestu verslunargatna heims og dvelur nú á lista með 5th Avenue í New York, Rodeo Drive í Los Angeles og Bond Street í London og St rikinu… Read more »

Einn snjallasti gítarleikari heims á leið til landsins

Það verður sannarlega spennandi að heyra hinn heimsfræga Tommy Emmanuel fara fimum fingrum um gítarhálsinn á tónleikum sem kynntir voru til sögunnar í dag og verða haldnir laugardaginn 8.mars. Tommy er samhliða ofurmannlegri gítartækni, annálaður háðfugl og skemmtikraftur, sem skilur engan eftir ósnortinn. Miðasala er hafin á midi.is

Baldur horfinn – Konni situr eftir

Baldur og Konni voru meðal vinsælustu skemmtikrafta Íslands um árabil. Baldur er löngu farinn í ferðina löngu en Konni situr eftir  – á færibandi í Þjóðminjasafninu. Þar er reyndar eitt besta kaffihús landsins – Kaffitár!  

Hulunni svipt af Ringó og Júlíusi á Obla di!

Veitingahusið Obla di við Frakkastíg 8 sem er í eigu Davíðs Steingrímssonar heldur mikilli tryggð við bresku Bítlana og þeirra tónlistararf. Málverk af Paul, John og George prýða veggi og í gærkveðldi var afhjúpað málverk eftir Ómar Stefánsson listmálara af  fjórða meðlimi kvartettsins, Ringó Starr. Fyrirmyndin af málverkinu var ljósmynd af Ringó Starr sem tekin… Read more »

1. febrúar er Langur laugardagur

Framundan er Langur laugardagur , 1.febrúar, með tilheyrandi stemningu í miðborginni og lengdum opnunartíma. Útsölur eru víða enn í gangi og mikill fjöldi erlendra gesta gistir hótel borgarinnar og verður þeirra víða vart. Spáð er á níunda hundrað þúsund gesta á þessu ári. Á næstu 5 árum má gera ráð fyrir að straumur erlendra ferðamanna… Read more »