Month: janúar 2013

Gleðilegt nýtt ár!

  Miðborgin okkar óskum öllum viðskiptavinum og félagsmönnum gleðilegs nýs árs með bestu þökkum fyrir hið liðna. Megi nýja árið færa okkur öllum vaxandi gæfu og velsæld.

Ljósin lifa fram yfir Vetrarhátíð

  Miðborgin hefur sjaldan, ef nokkurn tíma, verið jafn fallega skreytt og hátíðlega lýst og um nýafstaðin jól. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú í óða önn að fjarlægja jólabjöllurnar og skreytingarnar sem settu svo skemmtilegan blæ á miðborgina. Hins vegar hefur verið ákveðið að jólaseríurnar verði ekki fjarlægðar fyrr en að Vetrarhátíð afstaðinni,… Read more »

Fleiri ker, meiri gróður – minna rusl

Að fjölga ruslafötum var meðal þess sem íbúar í Miðborginni völdu og komst til framkvæmda í tengslum við verkefnaval „Betri hverfa“ í fyrra.  Íbúar sendu fyrst inn hugmyndir sem síðan var kosið um í opinni rafrænni kosningu. Óskir íbúa í Miðborginni beindust einnig að bættu öryggi í umferðinni og umgengi: Sett var upp hundagerði í… Read more »

Mikil umfjöllun um Jólaborgina Reykjavík í erlendum fjölmiðlum

Fjöldi erlendra fjölmiðla sendi hingað tíðindamenn fyrir jól og áramót. Afraksturinn hefur verið að birtast bæði í alþjóðlegum ljósvakamiðlum á borð við CNN og prentmiðlum ýmissa þjóða. Flestir virðast sammála um ágæti Reykjavíkur sem áfangastaðar, enda gengi hagstætt og umtalsverður ávinningur af því að versla hér bæði sökum þess og hinna ríflegu 15% endurgreiðslna virðisaukaskatts…. Read more »