Month: nóvember 2017

Opnunartími á aðventunni

Jólaopnanir verða til kl. 22:00 öll kvöld frá og með fimmtudeginum 14.desember til og með Þorláksmessu, 23. desember, en þá er opið skv. venju til kl. 23:00. Bókaverslanir, ferðamannaverslanir og ýmsar aðrar verslanir eru að jafnaði opnar til kl. 22:00 sérhvert kvöld og víst er að allmargir munu lengja opnunartíma sinn fyrr á aðventunni. Samræmdu… Read more »

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar verður haldinn þriðjudaginn 28.nóvember 2017 kl. 18:15 að Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Hefðbundin aðalfundarstörf munu einkenna fundinn, s.s. flutningur ársskýrslu stjórnar, framlagning ársreikninga, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalda. Að afloknum fundi verður boðíð upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Fundurinn er opinn öllum félögum í MIðborginni okkar.

Gnótt jólaviðburða í miðborginni

Í undirbúningi er sérstök jóladagskrá í Mathöllinni á Hlemmi, við Jólatorg Hjatagarðsins, á Skólatorgi við horn Skólavörðustígs og Bankastrætis og á Ingólfstorgi þar sem skautasvell opnar skv. venju í desemberbyrjun. Auk þess verða kórar, lúðrasveitir, jólasveinar og listamenn á faraldsfæti víðsvegar um miðborgina alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni. Það verður því líf og fjör… Read more »

Gjafakort Miðborgarinnar okkar er afar vinsæl jólagjöf

Gjafakort Miðborgarinnar okkar verða vinsælli sem jólagjöf frá ári til árs, en þau fást í bókaverslun Máls og menningar að Laugavegi 18 og í bókaverslunum Eymundsson að Skólavörðustíg 11 og Austurstræti 18. Gefandinn ákvarðar sjálfur upphæð kortsins sem síðan er merkt inn á skreyttar umbúðir kortsins og pakkað í sérhönnuð umslög sem hægt er að… Read more »

Föstudagur til fjár er hinn “svarti fössari” miðborgarinnar

Kostakjaradagurinn Black Friday hefur mjög rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum. Íslenskir rekstraraðilar hafa ýmist kosið að nota enska heitið eða þýða það beint yfir í Svartan föstudag. Orð ársins 2016 varð síðan orðið “fössari” og ýmsir hafa kosið að nota Svartur fössari í ár. Miðborgin okkar kýs hins vegar að nota… Read more »

Árlegt skemmtikvöld sem aldrei klikkar

Hið árvissa og sívinsæla Skemmtikvöld Kormáks og Skjaldar verður haldið í Þjóðleikhúsinu í kvöld, þriðjudaginn 28.nóvember kl. 21:00 . Vissara er þó talið að mæta nokkru fyrr því salur Þjóðleikhússins er fljótur að fyllast á þessum skondna menningarviðburði. Þeir kumpánar Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson hafa rekið hina stílhreinu Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar um áratugaskeið,… Read more »