Month: ágúst 2013

Hýrark um helgina

Harpan er vettvangur setningar Hinsegin daga í Reykjavík, en Gay Pride gangan er löngu orðin fjölmennasta skrúðganga á Íslandi. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður að vanda þátttakandi í göngunni. Þegar hýrir arka verður Hýrark og er það ein þýðing á enska heitinu Gay Pride. Efstur í Hýrarkinu hefur öllu jöfnu verið poppstjarnan Páll Óskar sem skrar… Read more »

Göngugata verður áfram á Skólavörðustíg

Afráðið er að Skólavörðustígur verði göngugata eftir hádegi, fram yfir Menningranótt eftir að rekstraraðilar þar fóru þess á leit við borgaryfirvöld. Ýmsir rekstraraðilar hafa lýst áhuga á framlengingu á Laugavegi en aðrir lagst gegn slíku og því ósennilegt að Laugavegur verði göngugata á ný fyrr en að ári. Pósthússtræti verður göngugata eftir hádegi fram á… Read more »

Framkvæmdum miðar vel á Hverfisgötu

Endurnýjun Hverfisgötu gengur vel og eru framkvæmdir í fullum gangi frá Vitastíg að Vatnsstíg og hefjast vestan Vatnsstígs að Frakkastíg að Klapparstíg eftir Menningarnótt. Næsta sumar verður lokið við endurnýjun götunnar vestan Klapparstígs og austan Vitastígs. Framkvæmdirnar kosta alls 2.6 milljarða króna og stefnir í að Hverfisgata verði ein glæsilegasta gata Reykjavíkur að framkvæmdum afloknum.

Kaupmenn koma vel undan sumri

20% fjölgun ferðamanna í Reykjavík milli ára hefur skilað fjölmörgum rekstraraðilum meiri veltu það sem af er árinu 2013 en á sama tímabilu árið 2012 þrátt fyrir að ýmsir telji að viðskipti Íslendinga sjálfra séu minni en í fyrra. Fjölgun erlendra ferðamanna er af ýmsum talið geta valdið vandamálum á borð við eyðileggingu náttúruperla og… Read more »