Month: september 2014

Kátt er í Kolaporti!

Í rigningarskúr á sunnudegi í miðborginni er fjölskyldunni vel fyrir komið í Kolaportinu, iðandi markaðstorgi jarðhæðar Tollstjórahússins við Tryggvagötu. Þar er að finna nánast allt milli himins og jarðar; litprúðar flíkur, blikkandi barnaleikföng, gómsæt matföng af ýmsum toga, bækur, skart, myndlist, tónlist, forngripi og svo mætti lengi telja. Þetta er tilvalinn áfangastaður og barnvænn. Eftir… Read more »

Langur laugardagur 6.september

Framundan er Langur laugardagur, 6.september. Jaðarsportmót verður haldið á Ingólfstorgi. Lifandi tónlist mun hljóma þar, á Laugavegi og Skólavörðustíg. Verslanir verða opnar til 17:00 og margar mun lengur. Hausttískuna í sínum fjölbreytilegustu birtingarmyndum er víða að finna í miðborginni, skart, gjafavöru af ýmsum toga, allt fyrir skólann og reyndar nánast allt milli himins og jarðar…. Read more »

Fógeti í fjötrum

Margir hafa veitt því athygli að Skúli okkar Magnússon fógeti hefur verið settur í fjötra. Þetta mikla athafnaskáld  kom á fót Innréttingunum í Aðalstræti, fjölþættum vinnustað fyrir Reykvíkinga sem lét til sín taka í ull, tólgi o.fl. og var, ekki síður en Ingólfur Arnarson og Jón Sigurðsson, sannkallaður stólpi svæðisins og í raun sá sem… Read more »

Hljómalindarreitur tekur stakkaskiptum

Unnið er hörðum höndum að því að gera Hljómalindarreit að glæsilegu svæði nýrra bygginga og fjölbreytilegs reksturs. Á austurgafli hússins að Laugavegi 19 er hægt að skoða myndir af því hvernig svæðið mun líta út fullbyggt. Það er full ástæða til að fagna þessari glæsilegu og langþráðu uppbyggingu sem verið hefur á teikniborðum í á… Read more »

Íþróttaálfur skýst yfir götu – aftur til fortíðar

Uppfærður og endurnýjaður Latibær var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu á horni Hverfisgötu og Klapparstígs stendur hin víðfræga Bókabúð Braga og skartar æði mörgu áhugaverðu. Eitt af raríteum bókabúðarinnar getur að líta á forsíðu Heilsupóstsins, sjálfan yfir-Latabæinginn Magnús Scheving með gerðarlegt svitaband  að taka eilítið á því. En hver skyldi hrokkinhærða… Read more »