Month: ágúst 2016

Skreytum bæinn á Hinsegin dögum!

Hinsegin dagar gefa lífinu lit en þeir ná hámarki á laugardag þegar Gleðigangan fer frá BSÍ að Arnarhóli.Til að hámarka stemninguna eru rekstraraðilar hvattir til að skreyta hjá sér í öllum regnbogans litum. Hókus Pókus á Laugaveginum býður upp á fjölbreytta vöru til slíks og sama gildir um Partíbúðina í Skeifunni sem býður rekstraraðilum miðborgarinnar… Read more »

Jazzhátíð Reykjavíkur í fullum gangi

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið haldin árlega allar götur síðan 1990, en hún hefur í senn verið uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistarmanna og vettvangur til að kynna það besta sem er að gerast á sviði jazztónlistar á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin hófst í gær með jazzagöngu og tónleikum Tómasar R. Einarssonar en tónleikar einnar virtustu og þekktustu jass-fusion hljómsveitar… Read more »

Menningarnótt er núna á laugardaginn 20.ágúst !

Framundan er einn af hápunktum ársins í miðborginni, sjálf Menningarnótt, sem haldin er í 20.sinn að þessu sinni og með tilheyrandi viðhöfn. Ísafjörður er í sértöku hlutverki sem hinn opinberi gestabær Reykjavíkur að þessu sinni og verða margir af bestu sonum og dætrum Ísafjarðar þátttakendur í dagskrá Menningarnætur, þ.m.t. Helgi björns og Mugison. Bílaumferð verður… Read more »

Fjölbreytt Menningarnótt í vændum

Menningarnótt verður haldin í tuttugasta og fyrsta skipti þann 20. ágúst næstkomandi. Menningarnótt er hugsuð sem hátíð sem allir borgarbúar taka þátt í að skapa og upplifa á götum, torgum, í fyrirtækjum, menningarstofnunum og öðrum húsum í bænum. Í ár er áherslusvæði Menningarnætur Grandinn, en Grandinn er svæði sem vissulega hefur verið í örum vexti… Read more »

Kiki

Kiki er eini staðurinn í reykjavík sem gæti kallast samkynhneigður bar. Mjög vinsæll og fullt af skemmtun. Staðurinn er staðsettur við laugaveg 22, samkynhneigðsta horn reykjavíkur. Kiki býður upp á góða tónlist, gott andrúmsloft og gott fólk. Kiki er opinn föstud. og laugard. frá 11:00 – 4:30.

Everybody´s spectacular hefst í kvöld

Reykjavík Dance Festival og Leiklistarhátíðin Lókal sameinast um sviðslistahátíðina Everybody´s Spectacular sem hefst í kvöld. Opnunarverk hátíðarinnar er leikverkið Stripp í Tjarnarbíó sem er samstarfsverkefni Olgu Sonju Thorarensen, leikkonu og dansara og sviðslistardúettsins Dance for me sem er skipaður Pétri Ármannssyni og Brogan Davison. Verkið er byggt á reynslu Olgu Sonju sem nektardansari í Þýskalandi… Read more »

Gleðirendur málaðar á tröppur MR

Opnunarviðburður Hinssegin daga í ár var í dag þegar stjórn þeirra, borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson og tugir sjálfboðaliða opnuðu hátíðina með málningarrúllu í hönd og máluðu tröppurnar upp að Menntaskólanum í Reykjavík í regnbogalitunum. Jón Kjartan Ágústsson hefur verið varaformaður Hinsegin daga í þrjú ár. Hátíðin er haldin ár hvert fyrstu vikuna eftir verslunarmannahelgina… Read more »

Margmenni á Austurvelli í tilefni af embættistöku forsetans

Mikill mannfjöldi var samankominn á Austurvelli í dag í tilefni embættistöku Guðna Th. Jóhannessonar. Athöfnin hófst venju samkvæmt klukkan þrjú með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög. Rúmlega hálffjögur gengu svo forsetinn og föruneyti hans til Dómkirkjunnar þar sem haldin var helgistund í um­sjá bisk­ups Íslands, frú Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur. Að henni lokinni gengu ný… Read more »