Month: október 2014

Vel heppnuð Októberhátíð

Gríðarlegur fjöldi var á Októberhátíð miðborgarinnar í gær sem haldin var í fyrsta skipti. Fjölmargar verslanir og veitingahús voru með sértilboð og víða svignuðu hlaðborð undan gómsætum veitingum sem Sælkerabúðin á Bitruhálsi og MS lögðu til í formi gómsætrar kjötvöru og osta auk þess sem Vífilfell lagði til fjölmargar tegundir af ljúffengum bjór til að… Read more »

Bleikur fimmtudagur opinn til 21:00 í fjölmörgum verslunum

– Fjölmargar verslanir í miðborginni hafa tekið sig saman um Bleikan fimmtudag, n.k. fimmtudag 23.október. Bleikur október er árleg vitundarvakning kvenna um að halda vöku sinni gagnvart ógnvöldum heilsunnar, m.a. með því að fara regulega í móðurlífs- og brjóstaskoðun.  Bleikur litur prýðir ýmsa staði miðborgarinnar og nú hafa nokkrar framsæknar konur í verslunarrekstri tekið höndum… Read more »

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg

Eftir vel heppnaða Októberhátíð og Bleikan fimmtudag í miðborginni brestur á með hinum árlega stóra Kjötúsúpudegi á Skólavörðustíg n.k. laugardag 25.október. Þetta er í tólfta sinn sem kaupmenn á Skólavörðustíg sameinast um þennan skemmtilega dag sem jafnan ber upp á fyrsta vetrardag. Alls verður boðið upp á kjötsúpu á fimm stöðum á Skóla­vörðustígn­um og það eru… Read more »

Langur laugardagur og töfrandi tónar

Nóvember gengur í garð um helgina. Laugardaginn 1.nóvember verður Langur laugardagur í miðborginni og borgin fyllist af töfrandi tónum í aðdraganda Iceland Airwaves sem er að hefjast og skartar ótrúlegum fjölda tónlistarfólks hvaðanæva úr heiminum. Þúsundir tónlistarunnenda flykkist jafnan til landsins af þessu tilefni og hátíðin í ár verður fjölmennari en nokkru sinni – á… Read more »

Loftmengun í miðborginni

Umtalsverða loftmengun má nú greina í miðborg Reykjavíkur, miðvikudaginn 8.október, og sýna loftmengunarmælar næsta stig við hættustig. Auðfinnanlegust er lyktin og mengunin við Tjörnina, en þar mátti í kvöld greina megna brennisteinsstybbu sem margir fundu og starfsmenn bæði Veðurstofu og Umhverfisstofnunar töldu að rekja mætti til gossins. Máninn skín skært, appelsínugulur á lit og harla ólíkur… Read more »

Októberhátíð í miðborginni laugardaginn 11.október

N.k. laugardag 11.október verður efnt til Októberhátíðar í miðborginni í þýsk-íslenskum anda uppskeruhátíðar, töðugjalda og almennrar haustgleði. Verslanir verða opnar lengur en ella, viðmiðið er kl. 18:00 og munu sumir eflaust hafa opið lengur. Frá kl. 14:00 munu fjölmargar verslanir bjóða upp á léttar veitingar, munngát og sértilboð af ýmsum toga, jafnvel eigin tískusyningar eða… Read more »