Month: febrúar 2018

Langur laugardagur á Vetrarhátíð

Fyrsti laugardagur í febrúar blasir við okkur – Langur laugardagur. Borgin er skreytt fögrum litum og munstrum sem aldrei fyrr; Vetrarhátíð er hafin – hin mikla ljósaveisla hávetrarins. Listsýningar um alla miðborg, tónleikar og viðburðir skreyta mannlífið þessa dagana. Þetta er tími til að kynnast borginni sinni og njóta.

Bolludegi fylgir Sprengidagur og þá Öskudagur. En hví?

Bílífisdagar febrúarmánuðar eru hafnir. Rjómablíðu Bolludagsins fylgir kjötveisla sem einkennir Sprengidag og eftir það hefjast sjálf meinlætin. Öskudag ber að þessu sinni ber upp á miðvikudaginn 14.febrúar. Á páskunum er dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími og sá tími nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan hefst á Öskudegi… Read more »

Hamingjustundir í hjarta borgarinnar

Föstudagar eftir vinnu eru vinsælir til að fara með vinnufélögum og vinum að lyfta sér upp. Fjölmargir staðir bjóða upp á vildarkjör milli 17:00 og 19:00 síðdegis, á svonefndum “Hamingjustundum” eða “Happy hours”. Miðborgin skartar ótal skemmtilegum stöðum, kaffihúsum, börum og veitingahúsum sem hafa “Hamingjustundir” í hávegum. Þeirra á meðal er Petersen svítan á þaki… Read more »

Nýja Sundhöllin gefur góða raun

Sundhöllin opnaði á ný eftir endurbætur í desemberbyrjun og hafa vinsældir hennar farið sífellt vaxandi síðan. Hinni nýju útilaug er ætlað að létta álaginu af Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug en ásókn í þær hefur aukist mjög á síðastliðnum árum. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að sannkölluð heilsulind hafi verið opnuð í Miðborginni sem íbúar… Read more »