Month: desember 2012

Friðarganga Þorláksmessu nær hápunkti á Ingólfstorgi. Tenórar taka síðan við.

Aðalræðumaður Friðargöngunnar á Þorláksmessu sem árlega leggur leið sína niður Laugaveg verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri, rithöfundur og stórleikari. Friðargangan sem hefst við Hlemm um kl. 18:00 endar í Jólabænum Ingólfstorgi þar sem dagskráin fer fram. Kl. 21:00 sama kvöld munu hefjast hinir árlegu Tónleikar tenóranna þriggja af svölum gömlu Hótel Víkur, sem… Read more »

Hápunktur aðventunnar er Þorláksmessa Tenóranna þriggja

Þorláksmessan markar öllu jöfnu hápunkt stemningarinnar í miðbænum , fólksfjöldinn og jólaandinn fer ekki framhjá neinum. Undanfarin ár hefur einn fastur punktur í tónlistarviðburðaflóru jólaaðventunnar risið hvað hæst, en það er samsöngur Tenóranna þriggja í Jólabænum. Undir forystu Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar mun þríeykið stíga fram á Þorláksmessukvöld kl. 21:00 á svölum Hótel Víkur við Jólabæinn… Read more »

Að blessaðri jólavertíðinni aflokinni

Mikil veðurblíða einkenndi síðustu daga fyrir jól og var fólksfjöldinn gríðarlegur sem sótti miðborgina heim á Þorláksmessu. Nokkur dráttur varð á því að Laugavegi væri lokað fyrir bílaumferð að aflokinni Friðargöngu og má vísast rekja það til nýafstaðinna breytinga á þeim sviðum borgarinnar sem annast hafa lokunina til þessa. Framkvæmda- og eignasvið hefur nú verið… Read more »

Atmo & Vitahverfi lofa góðu

Tekið var til þess í aðdraganda jóla að hin nýja stórverslun ATMO sem nýverið var opnuð að Laugavegi 91 virðist hafa aukið streymi viðskiptavina að þessum austasta hluta Laugavegarins. Fjölmargir af fremstu hönnuðum landsins bjóða þar vöru sína auk þess sem hinn geysivinsæli heilsufæðisstaður matseljunnar Sollu, GLÓ, hefur opnað þar miðborgarútibú við mikinn fögnuð þeirra… Read more »

Risaskjár og jólaglögg á Ingólfstorgi

Sú breyting á Jólabænum sem orðið hefur frá fyrri árum er sú að nú er Jólabærinn m.a. upplýstur af risaskjá sem birtir jólatengt tónlistarefni og ýmislegt fleira hátíðlegt. Þá hefur verið komið fyrir sérstöku veitingatjaldi á torginu þar sem heit súpa og ýmsar veitingar eru á boðstólum ásamt jólaglögg, en margir hafa saknað þess undanfarin… Read more »

Mikil stemning í Jólabænum á Ingólfstorgi og á viðburðasviðunum í miðborginni

Mikill fjöldi hefur þegar heimsótt Jólabæinn á Ingólfstorgi sem var formlega opnaður af Jóni Gnarr borgarstjóra sl. föstudag. Feðgarnir Garðar Cortes og Garðar Thór Cortes sungu jólalög, Grýla og Reyndar spjölluðu við krakkana og sönghópurinn Kvika hélt tónleika á viðburðasviði Jólabæjarins. Þá var mikið um að vera á viðburðasviðunum á Skólatorgi á horni Skólavörðustígs og… Read more »