Það setur ætið skemmtilegan svip á lækjargötuna þegar nýnemar eru tolleraðir í MR af grímuklæddum eldri bekkingum. Tolleringin, sem löng hefð er fyrir felst í því að nýnemum nýnemunum er hent ítrekað hátt í loft upp af hópi eldri nemenda. Frekari busavígslur lögðust af fyrir nokkrum árum en þó var ákveðið að halda í þessa… Read more »
Month: september 2016
Stoltgangan 2016 á morgun!
Stoltgangan verður gengin frá Austurvelli að Norræna húsinu á morgun, 3.september, klukkan 11:30. Það er Átak, félag fólks með þroskahömlun, sem stendur fyrir göngunni en tilgangur hennar er að vekja athygli á tilvist þroskahamlaðra í samfélagi nútímans, fagna fjölbreytileikans og mikilvægi einstaklingsins í litrófi mannlífsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Stoltgangan fer fram en… Read more »
Pönksafn Íslands opnar í núllinu í Bankastræti
Fyrrum almenningssalernin sem kennd eru við núllið í Bankastræti verða glædd nýju lífi á næstunni en þau Guðfinnur Sölvi Karlsson, Dr. Gunni, Axel Hallkell Jóhannesson og Þórdís Claessen ætla að setja þar á á fót Pönksafn Íslands. Salernisrýmin eru beggja vegna við Bankastrætið en safnið verður í rýminu sunnan megin en bæði rýmin hafa að… Read more »
Yrki marki miðbakka
Afráðið er að arkítektastofan Yrki við Hverfisgötu 76 verði borgaryfirvöldum og Faxaflóahöfnum til atfylgis við að marka framtíðarskipan miðbakka Reykjavíkurhafnar. 2009 var undirritað samkomulag um fjárfestingu í aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip rétt austan við Hörpu en frá því var horfið og á undanförnum misserum hafa hartnær 2 milljarðar runnið til dýpkunar og betrumbóta á aðstöðu fyrir… Read more »
RIFF
RIFF fer fram í þrettánda skipti dagana 29. sept – 9. okt 2016. RIFF er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður á Íslandi en RIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. RIFF er sjálfstæð óháð kvikmyndahátíð sem er rekin án hagnaðar. Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og… Read more »
RIFF gengur í garð á fimmtudag
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík er einn mikilvægasti menningarviðburðurinn á Íslandi. Hátíðin er óháð og rekin án hagnaðar en fjöldi sjálfboðaliða frá öllum heimshornum eiga þátt í henni ár hvert. Í ellefu daga er boðið uppá kvikmyndaveislu sem býður uppá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Einnig eru málþing, fyrirlestrar, tónleikar og ljósmyndasýningar. Ungir kvikmyndagerðarmenn… Read more »
MATUR & NÝSKÖPUN
MATUR OG NÝSKÖPUN verður haldin í Húsi sjávarklasans fimmtudaginn 29. september kl. 15-17. Íslenski sjávarklasinn efnir til m&n í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland. Tilgangurinn er að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í mat hér á landi, allt frá hugmyndum, hönnun yfir í fullbúnar vörur. 30-40 fyrirtæki verða á… Read more »
Þættir Úr Náttúrusögu Óeirðar – Unnar Örn
Sýningin Þættir úr náttúrusögu óeirðar markar endalok vettvangsathugunar Unnars Arnars á sögu óeirðar hér á landi þar sem hann hefur kannað hvernig óeirð birtist í sameiginlegu minni þjóðarinnar með margvíslegum hætti. Unnar hefur beint sjónum að togstreitunni á milli opinberrar sögu samfélagsins og frásagna úr lífi einstaklinga í verkum sínum, en að undanförnu hefur hann… Read more »
Lifandi Tónlist Á Kaffislipp
Kaffislippur býður upp á lifandi tónlist alla fimmtudaga kl. 17:00. Kaffislipp er að finna í sömu byggingu og Icelandair hótel Reykjavík Marina og Slippbarinn – í endanum næst Granda – með glæsilegt útsýni yfir gömlu höfnina. Þetta er upplagt tækifæri til að kíkja í unaðslegann kaffibolla og hlusta á topp tónlistarfólk. Frá: 29. sep. kl…. Read more »
Recent Comments