Gleðiganga Hinsegin daga og hátíðahöld henni tengd fara fram laugardaginn 9. ágúst nk. Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi (nálægt BSÍ) kl. 14 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá við Arnarhól sem stendur til kl. 17:30. Í tengslum við hátíðina er búist við miklum fólksfjölda í miðborginni og óhjákvæmilega verða þar raskanir á bílaumferð. Athygli er… Read more »
Month: ágúst 2015
Baconhátíðin á Skólavörðustíg er á laugardaginn
Matar- og fjölskylduhátíðin Reykjavík Bacon Festival verður haldin á Skólavörðustíg n.k. laugardag 15. ágúst. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Þann 5.ágúst 2011 var hátíðin fyrst haldin, og þá að frumkvæði bandarískra pilta í samstarfi við valda rekstraraðila á Skólavörðustíg; Gullsmiðju Ófeigs , Ostabúðina o.fl. Hátíðin var þá smá í sniðum og… Read more »
Ný íslensk ævintýraópera frumflutt í Hörpu
Rímnalög, þulur, rapp og fjörlegir dansar eru meðal þess sem í boði verður þegar ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 29. ágúst næstkomandi. Tónlistin í Baldursbrá byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, hvort tveggja rímnalögum og þulum, en þar bregður einnig fyrir rappi og fjörlegum dönsum…. Read more »
Þriggja daga tónlistarveisla á Grandagarði
20 ára afmæli Menningarnætur í Reykjavík er framundan og verður einstaklega mikið um dýrðir um gjörvalla miðborgina á þeim Drottins degi, laugardeginum 22.ágúst, en hápunktur Menningarnætur er öllu jöfnu flugeldasýningin sem efnt er til við hafnarbakka miðborgarinnar kl. 23:00. Landsbankinn leggur á ári hverju fram fjármuni sem hægt er að sækja um hlutdeild í og… Read more »
Forsætisráðherra er ástríðumaður er kemur að borgarskipulagi
Yfirgripsmikill pistill Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um miðborgarskipulag hefur vakið verðskuldaða athygli. Þó skoðanir hans fari ekki saman við skoðanir og stefnu meirihluta borgarstjórnar ber að fagna þeim áhuga og þeirri ástríðu sem spegast í skrifum ráðherrans. Meðfylgjandi slóð vísar á umrædd skrif, sem eru fagurlega skreytt myndum, m.a. teikningum Sigmundar sjálfs. Uggvænleg þróun í… Read more »
Recent Comments