Month: september 2013

Beikon á Löngum laugardegi

Beikonhátíðin á Skólavörðustíg er komin til að vera. Langur laugardagur 7.september er helgaður Beikonhátíðinni á Skólavörðustíg og verður mikið um dýrðir. Margs konar tilbrigði við beikon-stefið verður að finna, skemmtiatriði og veitingar í boði í þartilgerðum bjálkahúsum. Verður ágóðanum varið til tækjakaupa á Hjartadeild Landsspítalans. Hljómsveitin Klaufar mun skemmta við Hegningarhúsið auk fleiri skemmtikrafta sem koma… Read more »

Framkvæmdir á Vitastíg tefjast lítillega

Framkvæmdir á Hverfisgötu ganga vel en ófyrirsjáanlegar tafir verða á frágangi og opnun Vitastígs sökum holræsavanda sem verið er að leysa. Framkvæmdir á horni Frakkastígs og Hverfisgötu eru við það að hefjast þrátt fyrir það og öllum fyrir bestu að öllum framkvæmdum á Hverfisgötu ljúki sem fyrst. Á þessu hausti verður lokið við endurnýjanir á… Read more »

Beikonhátíðín heppnaðist stórvel

Beikonhátíðin á Skólavörðustíg tókst með eindæmum vel. Umgjörðin var glæsileg og dagskráin vegleg, að ekki sé minnst á ljúffengar kræsingarnar. Söfnuðust háar upphæðir til styrktar Hjartadeild Landsspítalans. Hátíðin er að sögn aðstandenda komin til að vera, en hópur Bandaríkjamanna frá Iowa kom nú í þriðja sinn til Íslands þeirra erinda að skipuleggja hátíðina í samráði… Read more »

Vitundarvakning um betra aðgengi fatlaðra að verslunum og veitingahúsum miðborgarinnar

Jón Gnarr borgarstjóri gengst fyrir vitundarvakningu um betra aðgengi fatlaðra að verslunum og veitingahúsum miðborgarinnar er hann ekur í rafmagnshjólastól niður Laugaveg ,Skólavörðustíg og Kvos, föstudaginn 20.september ásamt leik-og myndlistarkonunni Eddu Heiðrúnu Bachmann Í för verða  handverks- og hagleiksmenn sem meta munu kostnað og hagkvæmustu lausnir á hverjum stað    

Hönnunarþorp og veitingaþorp til umræðu í Kvosinni

  Miðborgin okkar hélt nýverið fund á Hótel Borg með rekstraraðilum Kvosarinnar, þar sem umfjöllunarefnið var sérstaða Kvosarinnar og með hvaða hætti mætti ýta undir hana í kynningu á svæðinu. Fram komu hugmyndir um mörkun hönnunarþorps annars vegar og veitingaþorps hins vegar. Hönnun er rótgróin í Kvosinni , m.a. Grófinni og nágrenni þar sem Kirsuberjatréð,… Read more »