Landsmenn hafa ekki látið rigninguna aftra sér frá því að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í dag, en hér ber að líta mynd úr skrúðgöngu á Fríkirkjuveginum. Mikill fjöldi var á Austurvelli á tólfta tímanum í lok guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp…. Read more »
Month: júní 2017
Miðborgarsjóður tekur til starfa
Nýr Miðborgarsjóður hefur tekið til starfa og mun hann veita styrki til uppbyggilegra verkefna á vettvangi miðborgarinnar. Nánari upplýsingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/midborgarsjodur
Reykjavík Midsummer Music Festival hefst í kvöld
Hin margverðlaunaða tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar hefst í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af hápunktum tónleikaársins. Þema hátíðarinnar í ár er frelsi, en hún státar af sumum af mest spennandi tónlistarmönnum klassíska heimsins. Þar ber helst að nefna fiðluvirtúósana… Read more »
Góðu kaupin gerast enn
Laugardagurinn 1.júlí er Langur laugardagur og þá eru verslanir jafnan opnar lengur og um þessar mundir er sumartilboð víða að finna. Mikill fjöldi erlendra gesta er í miðborginni um þessar mundir og mannlífið með fjörugasta móti.
Fiskisúpudagurinn á laugardag
N.k. laugardag, 10.júní er árlegur Fiskisúpudagur í miðborginni, en þá bjóða rekstraraðilar gestum og gangandi að njóta gómsætrar Fiskisúpu. Rekstraraðilar hafa til dagsloka á fimmtudag að skrá sig til þátttöku og reiknað er með að súpan verði fram reidd frá og með kl. 13:00 á laugardag.
Stjörnum prýddur Langur laugardagur
Fyrsti laugardagur hvers hefur um áratuga skeið heitið Langur laugardagur í miðborginni, en þá er jafnan meira um að vera en á öðrum laugardögum, verslanir opnar lengur, veitingahús þéttsetnari og viðburðahald með líflegasta móti. Laugardagurinn 3.júní er óvenju mörgum stjörnum prýddur. Kl. 14:00 mun Högni Egilsson hefja upp raust sína í porti Kex hostels og… Read more »
Recent Comments