Month: júlí 2016

Druslur fylktu liði í rigningunni

Druslugangan var gengin í sjötta sinn í dag í miðborg Reykjavíkur. Rigningarveðrið virðist ekki haft áhrif á mætinguna, en þáttakendur göngunnar í ár voru um 15 þúsund. Gengið var frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og Laugarveg og í kjölfarið safnast saman á Austurvelli þar sem fluttar voru ræður og tónlist. Meðal ræðumanna var Guðrún Ögmundsdóttir, tengileiður… Read more »

Stærri og öflugri upplifun fyrir Ísland-Frakkland á morgun

Eftir frækinn sigur íslenska fótboltalandsliðsins á Englendingum er nú allt lagt undir. Margir ætla að leggja land undir fót til Parísar til að styðja við okkar menn, en frést hefur að óvenju mikið álag sé á þjónustusímum Icelandair vegna EM leikanna um þessar mundir. Þeir stuðningsmenn sem eiga ekki heimangengt geta safnast saman og stutt… Read more »

triu gleður gesti Ingólfstorgs og Hörpu laugardaginn 9.júlí

Hin frábæra söngsveit TRIU frá Austurríki er á tónleikaferð um Ísland og kemur m.a. fram á Ingólfstorgi kl. 15:00 laugardaginn 9.júlí og í Hörpu kl. 17:00 sama dag. Aðgangur er ókeypis á báða tónleikana. Hópurinn syngur undirleikslaust blandað efni og hefur getið sér gott orð víða um Evrópu.

Þú lærir að verða íslenskur í Hörpunni

HOW TO BECOME ICELANDIC IN 60 MINUTES er leiksýning sem leikin er á ensku, samin af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Leikarar eru Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason. HOW TO BECOME ICELANDIC IN 60 MINUTES er sambland af söguleikhúsi og uppistandi þar sem reynt verður að kenna þeim sem sýninguna sækja… Read more »

Sumar í Reykjavík

Einmuna blíða er nú í höfuðborginni þrátt fyrir spár um annað. Fjöldi fólks spókar sig í góða veðrinu og erlendir ferðamenn eru að líkindum fleiri í borginni um þessar mndir en nokkru sinni fyrr í sögunni.

Burt og Bieber

Í kvöld, 12.júlí gefst Íslendingum kostur á að hlýða á eitt allra merkasta söngvaskáld síðari tíma, en það er án efa Burt Bacharach. Hann kemur fram í Eldborgarsal Hörpu með hljómsveit og úrval söngvara. Burt er 83 að aldri og á mörg af stærstu lögum sjöunda, áttunda og níunda áratugarins svo sem Say a little… Read more »

EM á Ingólfstorgi að ári

Staðfest hefur verið að næsta sumar verður komið fyrir sviði og risaskjá að nýju á Ingólfstorgi. Mikill fjöldi Íslendinga og erlendra gesta hefur notið þess að fylgjast með EM keppninni á risaskjá í boði Símans, KSÍ, Vífilfells, Landsbankans og fleiri styrktaraðila á undanförnum vikum. Það er tilhlökkunarefni að til standi að bjóða upp á slíkt… Read more »

Náðhússkortur

Við blasir umtalsverður náðhússkortur í miðborginni, fjölfarnasta ferðamannastað landsins. Fyrirtækið Bergrisinn hefur óskað heimildar til að leysa úr þeim vanda með einkareknum náðhúsum víðsvegar um borgina,en fyrirtækið rekur m.a. náðhús í þjóðgörðum landsins. Málið er til skoðunar hjá borgaryfirvöldum.

Nýr kaffi- og veitingastaður Frú Laugu í Listasafni Reykjavíkur

Veitingarýmið á annarri hæð Listasafns Reykjavíkur hefur gengið í endurnýjun lífdaga, en Frú Lauga hefur nú opnað þar nýjan kaffi- og veitingastað. Frú Lauga er fyrir löngu orðin rótgróin stofnun í borginni þar sem sælkerar sækja sér ferska matvöru beint frá býli, auk fjölbreytilegs góðgætis frá meginlandin. Í matstofu Frú Laugu í Hafnarhúsinu er boðið… Read more »

Krás götumarkaður opnar á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 23. júlí, opnar KRÁS götumarkaður í Fógetagarðinum. Þetta er í fimmta sinn sem KRÁS er haldin en markaðurinn verður opinn á laugardögum og sunnudögum þar til honum lýkur á Menningarnótt þann 20. ágúst. Þau Gerður Jónsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson eru hugmyndasmiðir og verkefnastjórar götumarkaðarins, en þessi hátíð sælkeranna er unnin í samvinnu… Read more »