Month: júlí 2013

Núningur vegna þrengingar hvalaskoðunarsvæðis á Faxaflóa

Samtök ferðaþjónustunnar fordæmaákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka hvalaskoðunarsvæðið í Faxaflóaán samráðs við hvalaskoðunarsamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar. Hvalaskoðun er stærsta auðlind ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu með árlega veltu upp á tæpan milljarð og skapar í umhverfi sínu hundruð starfa. Með ákvörðun sjávarútvegsráðherra er hagsmunum og framtíð greinarinnar fórnað fyrir sérhagsmuni örfárra einstaklinga sem hafa takmarkaðar tekjur af hrefnuveiðum,… Read more »

Vel heppnaðar uppákomur og Matarmarkaður á Lækjartorgi

Vel þótti til takast með Matarmarkaðinn á Lækjartorgi á Löngum laugardegi 6.júlí sl. og verður verkefninu haldið áfram alla laugardaga í júlí. Mikill fjöldi Reykvíkinga og nærsveitarmanna sótti markaðinn sem þótti frumlegur, fjölbreytilegur  og skemmtilegur. Hljómsveitin White Signal skemmti gestum á Lækjartorgi en einnig á Hjartatorgi. Uppákomur og útistemning var einkennandi fyrir þennan fyrsta laugardag… Read more »

Matarmarkaður á Lækjartorgi og tónleikar á Hjartatorgi í dag

Laugardaginn 13.júlí verður Matarmarkaður á Lækjartorgi og margt girnilegt í boði. Matarmarkaðir verða alla laugardaga í júlí á Lækjartorgi. Þá mun tónlistarmaðurinn E-Sharp leika á Hjartatorgi kl. 13:13 og 14:14 ásamt Ara Braga Kárasyni trompetleikara. Veðrið í höfuðborginni er bara hreint ágætt þrátt fyrir arga spá.

Vætutíð örvar kaupskap

Ýmsir hafa haft a orði að vætutíð undanfarinna vikna hljóti að hafa skaðað verslun og viðskipti í miðborginni. Raunveruleikinn er hins vegar sá að kaupskapur hefur víðast verið með besta móti og er það mál manna að sól og hiti virki fremur letjandi á kaupskap en súld og rigning geti hins vegar aukið líkur á… Read more »

Vel heppnaður Matarmarkaður og E Sharp + á torgum úti

Það sem af er júlí hefur Matarmarkaður blómstrað á Lækjartorgi á laugardögum og tónlistin ómað á Hjartatorgi. Svo verður einnig laugardaginn 20.júlí og jafnframt eru veðurhorfur betri en þær hafa verið um langa hríð. Því á hér vel við hið sígilda ávarp: Gjörið svo vel og gangið í bæinn!

Rysjótt tíð gerir engan gæfumun

Sólarstundir í júní voru færri í Reykjavík en þær hafa verið í heil 15 ár og það sem af er júlímánuði hefur lítið ræst úr því, en þeim mun meira rignt og blásið. Ekki er heldur útlit fyrir að breytist strax með lægðunum sem boðaðar hafa verið á færibandi. Ein vinsælustu útisvæðin á veitingahúsum borgarinnar eru… Read more »

Ingólfur og Skúli vildu skeita á Ingólfstorgi

„Ingólfstorg er torgið okkar allra; Mótorhjólafólks, hjólabrettafólks, sóldýrkenda, veitingamanna, íbúa, ferðamanna og annarra sem kjósa að heimsækja torgið.“ Þetta segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg, en hópur hjólabrettamanna telja að þrengt sé að þeim sem rennt hafa sér á hjólabretti á torginu. „Velunnarar Ingólfstorgs, þeir sem búa og starfa nálægt torginu hafa lagt sig fram um… Read more »

Forsætiráðherra gefur sér tíma í miðborgarmálin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er sem kunnugt er mikill áhugamaður um borgarskipulag og menntaður á því sviði. Þrátt fyrir miklar annir á vettvangi landsmálanna gefur hann sér tíma til að hugsa og skrifa um miðborgarskipulag og varpar fram hugmyndum sem vakið hafa athygli. Einkum beinir hann sjónum sínum að Ingólfstorgi og möguleikum tengdum því, m.a…. Read more »