Month: nóvember 2013

Airwaves flýgur með himinskautum

Airwaves-hátíðin er hafin af fullum þunga. Ólafur Arnalds sló í gegn sl. fimmtudagskvöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpunnar. Þá átti hljómsveitin Hjaltalín afar sterka innkomu með blöndu af nýrra og eldra efni. Múm leikur í Fríkirkjunni föstudagskvöld kl. 8:00 og sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman kemur fram í Hörpu sama kvöld en hann hefur starfað… Read more »

Miðborgarvakan í fullum gangi og nóg um að vera!

Hlaðborð menningar blasir við um allan bæ nú í kvöld. Tónleikar á hverju horni, verslanir með ýmsar uppákomur, afslætti og veitingar. Miðbærinn iðar sem aldrei fyrr og straumur fólks hefur lagt leið sína þangað í allan dag. Þetta er stemmning sem enginn skyldi láta fram hjá sér fara , enda er úr nógu að velja.Við… Read more »

Langur fagur laugardagur

Veðurguðirnir leika við okkur þessa dagana. Gluggaveður er hið besta og þó hitastigið mætti fara hækkandi er engin ástæða til að barma sér. Allra síst fyrir gesti Iceland Airwaves hátíðarinnar sem undanfarin ár hafa mátt þola mikinn veðurofsa. Verslanir eru jafnan opnar til kl. 17:00 á Löngum laugardegi og margar lengur. Tónlistin ómar og mannfólkið… Read more »

Airwaves – hátíðinni lokið

Stórkostlegri Airwaves -hátíð er nú lokið þar sem mikill fjöldi tónlistarmanna kom fram, innlendir sem erlendir. Hátíðin fór vel fram og mun vera sú fjölsóttasta til þessa, en um 4.300 tónlistarunnandi ferðamenn lögðu leið sína á hátíðina þetta árið.  Borgin hefur iðað af mannlífi alla helgina, búðir hafa verið opnar lengur en ella og margs… Read more »

Opnunartímar í desember 2013

Opnunartímar í desember 2013 verða í fyrstu viku nóvember  sendir rafrænt á rekstraraðila en jafnframt á þartilgerðu plakati sem hægt er að hengja í glugga eða á vegg. Opnunartímarnir eru sem hér segir : 12. – 22.desember er opið frá kl. 10:00 – 22:00 alla daga, nema sunnudaginn 15.desember er opið kl. 13:00 – 18:00… Read more »

Jólabækurnar í ár

Nú er sá tími ársins að ganga í garð að jólabækurnar taka að hrannast upp í bókaverslunum og við bíðum spennt eftir því sem í boði verður þessi jólin. Fjölmargra titla er að vænta af ólíku tagi . Þeirra á meðal bók Evu Daggar Sigurgeirsdóttur; Tíska, sem væntanleg er í verslanir  í dag og þegar… Read more »

Ævisaga Hemma Gunn komin út

Fjölmenni var  á Restaurant Reykjavík í dag er fagnað var útgáfu ævisögu Hemma Gunn eftir Orra Pál Orrason. Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson og fleiri komu fram auk þess sem rithöfundurinn sjálfur ávarpaði gesti. Börn Hemma voru á staðnum ásamt miklum fjölda vina og samferðamanna.

Skemmtikvöld Kormáks og Skjaldar

Skemmtikvöld Kormáks og Skjaldar í Þjóðleikhúskjallaranum eru árlega einhverjar fjölbreytilegustu og skemmtilegustu samkomur sem um getur. Þar getur jafnan að líta það nýjasta í herratískunni frá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, fjölbreytileg skemmtiatriði eru í boði og öllu farsællega stýrt af hinum fjölhæfa veislustjóra Karli Th. Birgissyni ritstjóra og þáttastjórnanda. Eitt slíkt skemmtikvöld er í kvöld,… Read more »

Opinn fundur rekstraraðila með embættismönnum borgarinnar á Hótel Borg

“Stóra skiltamálið” er eitthvað sem rekstraraðilar við Laugaveg og  Skólavörðustíg kannast við frá fyrri viku, en þá fjarlægðu starfsmenn borgarinnar fyrirvaralaust öll skilti af þeim götum og brá mörgum við. Í kvöld, miðvikudag 20.nóvember kl. 18:15 verður á Hótel Borg haldinn opinn fundur þar sem rekstraraðilum gefst kostur að á að spyrjast fyrir um afdrif… Read more »

Höfundar spennusagna lesa úr bókum sínum á Bast

Spennusagnahöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum á veitingahúsinu Bast í kvöld, fimmtudagskvöld 21.nóvember, ásamt eggjandi reykvískri djasshljómsveit. Bast er glæsilegur nýr veitingastaður í eigu Dóru Takefusa, til húsa að Hverfisgötu 20.