Month: nóvember 2014

Miðborgarvaka fimmtudaginn 6.nóvember

Airwaves hátíðin er hafin og þúsundir innlendra og erlendra gesta sækja miðborgina heim til að njóta tónlistar á helstu tónleikastöðum Reykjavíkur: Hörpunni, Listasafninu, Íslensku óperunni sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga í húsnæði Gamla Bíós við Ingólfstorg og fjölda annarra staða. Undanfarin ár hefur verið efnt til Miðborgarvöku að vori og hausti. Miðborgarvaka haustsins er… Read more »

Hverfisgata formlega opnuð á laugardag kl. 13:00

Búið er að opna Hverfisgötu í Reykjavík að nýju. Segja má að gatan hafi tekið algjörum stakkaskiptum en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í fyrra. Gatan verður formlega opnuð næsta laugardag klukkan 13 með fræðslugöngu sem Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur leiða. „Við ætlum að horfa til fortíðar og framtíðar…. Read more »

Vel heppnuð Airwaveshátíð

Iceland Airwaves hátíðin  hefur aldrei verið fjölmennari en nú og hefur miðborgin iðað af lífi síðan í vikubyrjun. Dagskráin er með allra glæsilegasta móti , á áttunda tug erlendra hljómsveita og listamanna prýða dagskrána og vel á annað hundrað íslenskra. Sannkallaður búhnykkur og menningarauki fyrir miðborgina og samfélagið allt.

Opnunartímar á aðventu 2014

Á Aðventu 2014 hefur náðst sátt um eftirfarandi opnunartíma í miðborginni: Fimmtudagur 11. desember : Opið kl. 10:00 – 22:00 Föstudagur 12. desember : Opið kl. 10:00 – 22:00 Laugardagur 13. desember: Opið kl. 11:00 – 18:00 Sunnudagur 14.desember:Opið kl. 13:00 – 18:00 Mánudagur 15.desember: Opið kl. 10:00 – 18:00 Þriðjudagur 16.desember: Opið kl. 10:00… Read more »

Vaxandi fólksfjöldi og menningarlíf í miðborginni

Eftir gríðarlegan mannfjölda sem sótti miðborgina heim í fyrstu viku nóvember, m.a. á vel heppnaða Airwaves hátíð, má reikna með viðvarandi straumi erlendra gesta allt til áramóta. Staðreyndin er sú að mestur vöxtur í ferðamennsku á Íslandi nú orðið er í vetrarferðamennsku. Ekki er þó sjálfgefið að erlendir ferðamenn séu góðir viðskiptavinir verslana og fer… Read more »

Gullfalleg jólamiðborg

Jólaskreytingum í miðborginni er senn lokið og miðborgin er orðin gullfalleg sem aldrei fyrr. Það er skemmtilegt að hefja jólainnkaupin í svo notalegu umhverfi og veðurguðirnir hafa verið okkur afar hliðhollir að undanförnu. Kl. 16:00 á sunnudag verður Oslóartréð tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli og meðal listamanna sem koma fram af því tilefni eru… Read more »