Month: október 2015

Gunn Hernes nýráðin verkefnastýra í Norræna Húsinu

Gunn Hernes frá Noregi hefur verið ráðin verkefnastýra Norræna Hússins og hóf störf í þessum mánuði. 140 manns víðsvegar frá Skandinavíu sóttu um starfið en Gunn hreppti hnossið. Samstarfsfólk hennar í Norræna Húsinu hefur tekið henni fagnandi, ekki síst vegna þess að langt er um liðið síðan Norðmaður var síðast ráðinn til starfa í Húsinu…. Read more »

Sérlega vel heppnaður Kjötsúpudagur

Hinn árlegi Kjötsúpudagur var haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum í gær. Langar raðir mynduðust við súpupottana en þar sem veður var gott tóku gestir biðinni með stakri ró. Auk borgarbúa nutu ferðamenn súpunnar og fengu um leið innsýn inní land og þjóðlega matargerð. Tugþúsundir gesta heimsóttu Skólavörðustíginn, sem er greinileg vísbending þess að dagurinn hafi fest… Read more »

Dagur borgarstjóri á opnum félagsfundi um miðborgarmál

Jólin nálgast. Áður ráðgerðar framkvæmdir í miðborginni eru í biðstöðu vegna fornleifafunda, aðrar framkvæmdir loka fyrir umferð á helstu verslunargötum. Erlendum ferðamönnum fjölgar gríðarlega frá ári til árs og 95% þeirra sækja miðborgina heim. Hvernig ætlum við að mæta þörfum 2 milljóna ferðamanna eftir 3 ár? Á meðan bílum fjölgar, fækkar bílastæðum og almenningssamgöngur miðborgar… Read more »

Glæstir 20 ára afmælistónleikar Sjáðu

Gleraugnaverslunin Sjáðu við Hverfisgötu fagnaði 20 ára afmæli með glæsilegum stórtónleikum í Hallgrímskirkju 6.febrúar . Á sjöunda hundrað gesta sóttu tónleikana sem þóttu takast fádæma vel. Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson, Hjaltalínparið Sigríður Thorlacius söngkona og Guðmundur Óskar gítarleikari , stórsöngvarinn Þór Breiðfjörð, kirkjuorganistinn Hörður Áskelsson, píanóleikarinn Jónas Þórir og klarínettuleikarinn Arngunnur Árnadóttir voru meðal þeirra sem… Read more »

Fundur um miðborgarmál á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 13.október kl. 20:00

Miðborg Reykjavíkur er allt í senn miðborg menningar, veitinga, verslunar og mannlífs. Hún er einnig hverfi og heimkynni íbúa og vinsæll áfangastaður ferðamanna. Í blandaðri miðborgarbyggð þurfa allir að lifa í sátt og samlyndi en ferðamannamiðborgin verður í brennidepli á fundinum. Markmið fundarraðarinnar er að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt… Read more »

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg

Hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg verður n.k. laugardag , 24.október , en það er jafnframt Fyrsti vetrardagur. Ekki er ástæða til annars en að þakka þeim er öllu ræður prýðilegt sumar og milt haust. Vð látum okkur hlakka til vetrarins og þeirra notalegheita sem honum geta fylgt, ekki síst í aðdraganda jóla. Hitann og þungann… Read more »

Kjötsúpa borin í Hegningarhúsið n.k. laugardag

Jóhann Jónsson tók við rekstri Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg um áramótin 2000 og er óhætt að segja að starfsemin hafi vaxið og dafnað síðan. En frá í júní á þessu ári hefur Ostabúðin, auk þess að vera sælkeraverslun og hádegisverðastaður, einnig boðið uppá dagseðil og kvöldverðarseðil. Staðurinn er opinn til 21 á kvöldin og er nú… Read more »